Innlent

Sara Dögg komin á Stuðla

„Ég er guðslifandi fegin að hún er komin í öruggar hendur," segir Helen Halldórsdóttir. Hún auglýsti á mánudag í fjölmiðlum eftir Söru Dögg, fimmtán ára dóttur sinni sem þá hafði verið saknað frá því á föstudag.

Helen sagði Söru vera í afar slæmum félagsskap og óttaðist að hún hyrfi inn í heim harðra fíkniefna. Hún var ósátt við aðgerðarleysi barnaverndaryfirvalda og lögreglu, sem hefðu úrræði til að koma stúlkunni í neyðarvistun. Þau hefðu þó ekki brugðist við ítrekuðum beiðnum Helenar að leita að henni. Um ellefu leytið í gær fékk Helen svo símtal frá lögreglu þess efnis að dóttirin væri fundin, og komin á Stuðla.

Helen gleðst að sjálfsögðu yfir fréttunum, og vonar að vistunin verði Söru til góðs þó of snemmt sé að segja til um það. „Maður veit náttúrulega aldrei, en er á meðan er."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×