Innlent

Líklegt að fuglar hafi orsakað hreyfilbilun í Icelandairþotu

Flest bendir til þess að tveir fuglar hafi valdið því að annar hreyfill þotu Icelandair missti afl skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli fyrir um mánuði, og henni var lent aftur í skyndingu.

Eftir atvikið var hreyfillinn sendur út til framleiðandans, Rolls Royce. Þar á bæ hefur ekkert komið í ljós sem bendir til þess að viðhaldi hreyfilsins hafi verið ábótavant, en sterkar vísbendingar eru um að tveir fuglar hafi sogast inn í hreyfilinn og valdið miklum skemmdum.

Endanleg niðurstaða er væntanleg innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×