Erlent

Ekki vitað af Íslendingum um borð í spænsku vélinni

Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið um borð í flugvél Spainair sem brotlenti á Madrídarflugvelli í dag. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingarfulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Þó er ekki fullkannað hvort einhver Íslendingur hafi verið um borð en sendiráðið í París kannar það nú ásamt ræðismanni Íslands á Spáni.

Tölur um fjölda látinna eftir flugslysið hafa verið á reiki, allt frá 45 manns til 150 manns. Alls voru 166 manns í vélinni samkvæmt SAS, móðurfélagi Spainair.

Þyrlur og slökkviliðsbílar hafa verið á vettvangi að slökkva elda í flugvélinni og hafa slökkviliðsmenn nú náð stjórn á eldinum samkvæmt fréttavef BBC. Flugvellinum hefur verið lokað í kjölfar slyssins.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×