Innlent

Á sjötta tug umsækjenda um forstjóra Keflavíkurflugvallar

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli.

Fimmtíu og fjórir sóttu um starf forstjóra Keflavíkurflugvallar ohf. Jón Gunnarsson, formaður stjórnar félagsins, segir að ekki verði gefið upp hverjir sóttu um enda sé slíkt ekki skylt eins og ef um ríkisstofnun væri að ræða. „Ég held einmitt að svo margir hafi sótt um að hluta til vegna þess að nöfnin eru ekki gefin upp," segir Jón.

Hann segir að Hagvangur fari með úrvinnslu umsókna og vonast til að það verði komið á hreint fyrir mánaðarmót hver verði ráðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×