Erlent

Óljóst hversu margir eru látnir eftir flugslys

Tölur um fjölda látinna í flugslysinu á Madrídarflugvelli fyrr í dag eru mjög á reiki.

Haft er eftir talsmönnum stjórnvalda að 45 hið minnsta hafi látist þegar flugvél í eigu spænska flugfélagsins Spanair fór út af braut í flugtaki frá flugvellinum. Hins vegar segja talsmenn sjúkraliðs að allt að 150 manns hafi látist.

Vélin var á leið til Kanaríeyja þegar henni hlekktist á í flugtaki. Skandinavíska flugfélagið SAS, sem á Spanair, segir 160 farþega hafa verið í vélinni og sex manna áhöfn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×