Fleiri fréttir

Handboltaæði að grípa um sig

Sannkallað handboltaæði ríkir á Íslandi eftir að Íslendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna.

Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón

Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði.

Líkamleg refsing algeng í bandarískum skólum

Meira en 200 þúsund börnum var refsað með líkamlegri refsingu í skólum í Bandaríkjunum á seinasta ári. Í Suður-Bandaríkjunum eru fleiri svörtum börnum refsað en hvítum börnum samkvæmt rannsóknum tvennra hjálparsamtaka.

Vissi ekki að Baugur var með Miðfjarðará á leigu

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að Baugur hafi verið með Miðfjarðará á leigu þegar hann fór þangað í laxveiði í ágúst í fyrra. „Ég hef aldrei farið í boði neins fyrirtækis í veiði, aldrei,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi. Hann segir að Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi boðið sér í ferðina. „Ég gerði síðan upp við Hauk,“ segir Guðlaugur Þór.

Pósthússtræti lokað vegna blíðviðris

Pósthússtræti er lokað í dag fyrir bílaumferð vegna veðurblíðu. Lokun götunnar á góðviðrisdögum í sumar hefur mælst vel fyrir hjá veitingahúsaeigendum og gestum sem njóta veitinga utandyra. Lokunin dregur úr hljóðmengun á Austurvelli og mengun vegna útblásturs bifreiða.

Bensínið lækkar um krónu

Í morgun lækkuðu olíufélögin hjá sér verð á bensíni og díselolíu. Nú kostar bensínið 164,10 og dísel olían er á 179,90 krónur.

Farartæki rússneska hersins hefja brottflutning frá Georgíu

Rússnesk herfarartæki sáust yfirgefa Georgíu í morgun. Blaðamaður Reuters segist hafa séð tylft herflutningsbíla keyra yfir til Rússlands og að í fjarlægð sjáist önnur faratæki nálgast landamærin. Ekkert sást þó til vopnaðra farartækja og þótti flotinn sem var á leið úr landi ekki mjög ógnvænlegur.

Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls

Skömmu áður en vinna við fyrirhugaðan samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) hófst fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs.

McCain 5 prósentum yfir Obama í nýrri skoðanakönnun

John McCain, forsetaframbjóðandi Repúblikana hefur 5 prósenta forskot á Barack Obama, forsetaframbjóðenda Demókrata í nýrri Reuters/Zogby skoðanakönnun sem birt var í dag. Þykir hann hafa sterkari sýn á efnahagsmál en Obama.

Ekkert spurst til týndrar dóttur

Helen Halldórsdóttir leitar enn fimmtán ára gamallar dóttur sinnar sem hún hefur ekki séð síðan á föstudag. Vísir sagði frá leit Helenar á mánudaginn en ekkert hefur frést til stúlkunnar sem heitir Sara Dögg. Hún er ljóshærð, um 155 sm á hæð og var klædd í gráa hettupeysu, ljósar gallabuxur og ljósbrún loðstígvél.

Framsóknarkonur styðja Óskar

Framsóknarkonur í Reykjavík styðja Óskar Bergsson í því meirihlutasamstarfi sem nú er hafið í Reykjavík. Í yfirlýsingu frá stjórn félags framsóknarkvenna er eindregnum stuðningi lýst við Óskar.

Forsetahjónin sáu Íslendinga leggja Pólverja

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í nótt að íslenskum tíma til Beijing til að vera viðstödd lokadaga og lokaathöfn Ólympíuleikanna.

Formaður Rauða krossins í Palestínu

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Enn sprengt í Alsír

Ellefu létust í tveimur sprengingum í Alsír í morgun. Árásirnar koma aðeins sólarhring eftir að fjörutíu og þrír létust í sprengjuárás sem gerð var á herskóla í landinu. Auk þeirra sem létust í morgun eru að minnsta kosti þrjátíu slasaðir. Ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki árásunum.

Sarkozy stappar stálinu í hermenn í Afganistan

Forseti Frakklands er nú staddur í Afganistan til þess að veita frönskum hermönnum stuðning í baráttu sinni við Talíbana í landinu. Í gær féllu tíu frakkar og tuttugu slösuðust í hörðum bardaga sem stóð í heilan sólarhring.

Glitter vill ekki til Englands

Breski rokkarinn Gary Glitter er nú aftur í haldi lögrelgunnar á Tælandi en honum var sleppt úr fangelsi í gær. Glitter var dæmdur í fangelsi í landinu árið 2006 fyrir barnaníð.

Sautján ára stúlka í dópakstri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt sautján ára stúlku, sem reyndist hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hún var með farþega í bílnum. Hætt er við að hún missi nú nýfengið ökuskírteinið.

Kveikt í bíl í Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt mann, sem er grunaður um að hafa brotið rúðu í fólksbíl við fjölbýlishús við Vatnsholt í Reykjanesbæ um klukkan hálf tíu í gærkvöldi, hellt inn í hann bensíni og kveikt í.

Rændu tankskipi í Aden flóa

Tankskipi frá Malasíu var rænt í nótt í Aden flóa. þrjátíu og níu manns eru í áhöfn skipsins sem var að flytja pálmaolíu frá Súmötru til Rotterdam í Hollandi. Ekki er vitað um afdrif skipverjanna að svo stöddu né hverjir stóðu að baki ráninu.

Karadzic vill nýjan dómara

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu Serba, hefur farið fram á að skipt verði um dómara í réttarhöldunum sem nú standa yfir honum í Hag.

Eldur í dekkjastæðu á Selfossi

Mikilll eldur gaus upp í stórri dekkjastæðu á athafnasvæði Gámaþjónustu Suðurlands á Selfossi í nótt. Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálf þrjú og var mikið eldhaf á vettvangi þegar liðið kom þangað.

Flugdólgur settur út í Keflavík

Boeing 767 þora frá Deltaflugfélaginu lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan þrjú í nótt þar sem æði hafði runnið á einn farþegann, sem ógnaði öryggi farþeganna.

Rússar styðja ekki tillögu Frakka

Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Rússar geti ekki samþykkt drög að tillögu Frakka sem lögð hefur verið fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Drögin gera ráð fyrir því að rússneski herinn hverfi frá Georgíu án tafar.

Óvíst með 8% samdrátt í launakostnaði borgarinnar

Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að ekki hafi verið tekin afstaða til fjölmargra tillagna embættismanna Reykjavíkurborgar. Þar á meðal er tillaga um að draga saman launakostnað borgarinnar og minnka yfirvinnu borgarstarfsmanna.

Næturopnun Office1 - Framkvæmdastjóri á næturvakt

Frá og með deginum í dag og alla næsta viku verður verslun Office1 í Skeifunni opin allar sólarhringinn. Þetta er gert til að koma til móts við viðskiptavini og dreifa álagi á starfsfólk fyrirtækisins, að sögn Hannesar S. Jónssonar framkvæmdastjóra Office1.

Manns leitað í Esjuhlíðum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú karlmanns sem týndur er í Esjunni. Maðurinn, sem var á göngu í fjallinu, lenti í þoku og hefur verið í villu síðan um klukkan hálf sex í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Ólafur: Frjálslyndir eða sérframboð

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, fullyrðir að hann verði í framboði í næstu borgarstjórnarkosningum. Annað hvort verði hann á framboðslista Frjálslynda flokksins eða hann myndi sérframboð. Þetta kom fram í viðtali Þorfinns Ómarssonar við Ólaf í Íslandi í dag fyrr í kvöld.

Eldfjöll hér á landi lík eldfjöllum á Mars

Eldfjöllin á Íslandi og á reykistjörnunni Mars eru lík og vísindamenn koma hingað til lands til að skoða hvernig gos á Mars ummynda plánetunnni. Katrín Pálsdóttir fór á ráðstefnu Alþjóða Eldfjallafræðisambandsins sem haldin er í Háskóla Íslands.

Héraðsdómur braut Barnasáttmála SÞ

Héraðsdómur Norðurlands Eystri braut Barnasáttmála SÞ með sýknudómi yfir karlmanni, sem ítrekað beitti unga drengi líkamlegu ofbeldi. Þetta er mat Barnaheilla, sem sjá ástæðu til að hvetja Alþingi til að endurskoða barnaverndarlögin.

Margrét: Ólaf vantar einhvern til að borga herkostnaðinn

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokksins á nýjan leik gerir það þar sem hann vantar fjárhagslegan stuðning fyrir næstu kosningar, að mati Margrétar Sverrisdóttur, fyrsta varaborgarfulltrúa F-lista og óháðra.

Gunnar segir Lúðvík fara rangt með mál

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir ekki rétt frá mannaráðningum í Kópavogi, að mati starfsbróður hans í Kópavogi, Gunnars I. Birgissonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Hlaupa hálft maraþon með hjólastóla

Tuttugu manna sveit slökkviliðsmanna hyggst hlaupa með fólk í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis sem verður á laugardaginn kemur.

Google fjárfestir í nýrri tegund jarðvarma

Hugbúnaðarrisinn Google hyggst fjárfesta meira en tíu milljónum dollara í jarvarma með það fyrir augum að minnka framleiðslukostnað við endurnýjanlega orkugjafa. Google.org, sá hluti hugbúnaðarrisans sem berst gegn loftslagsbreytingum, fátækt og sjúkdómum, sagði að fénu yrði varið í rannsóknir á nýrri tegund jarðvarma, svonefndu EGS.

Dregur úr styrk Fay

Hitabeltisstormurinn Fay gekk á land í Flórída í dag en olli litlu tjóni þar sem hann náði ekki styrk fellibyls.

Alikálfi ekki slátrað þótt Ólafur gangi í flokkinn

Jón Magnússon, formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík, segir að innganga Ólafs F. Magnússonar í Frjálslynda flokkinn verði ekki meðhöndluð með neinum öðrum hætti en venjulega. „Af hverju ætti svo að vera? Maðurinn studdi ekki flokkinn við síðustu kosningar og hefur ekki gert það hingað til,“ útskýrir Jón.

Maðurinn ófundinn - 60 björgunarsveitarmenn við leit á Esjunni

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita enn af rúmlega þrítugum karlmanni sem er týndur á Esjunni. Maðurinn, sem var á göngu í fjallinu, lenti í þoku og hefur verið í villu síðan um klukkan hálf sex í dag. Maðurinn er í símasambandi við björgunarveitarmenn.

Segir gott að Matthías birti dagbækur sínar

Þorbjörn Broddasson, prófessor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, segir dagbækur Matthíasar Johannessen mjög forvitnilegar og dýrmætar og að hann sé að gera landsmönnum greiða með því að birta þær.

Segir stöðuna í Ossetíu erfiða

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins krefjast þess að rússneskt herlið verði tafarlaust kallað til baka og á þær slóðir sem það var fyrir átökin við Georgíu. Samskipti Rússa og NATO ríkjanna hafa laskast að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og verða seint þau sömu og þau voru fyrir átökin í Georgíu.

Sjá næstu 50 fréttir