Fleiri fréttir

Töluvert af fíkniefnum fannst við húsleit

Um það bil 60 grömm af maríjúana, amfetamíni, hassi og LSD fundust við húsleit sem gerð var í Hafnarfirði og Garðabæ í fyrradag. Einnig fannst nokkuð af kannabisfræjum og búnaði til ræktunar.

Fundu 35 kannabisræktunarstöðvar í Noregi

Fíkniefnalögregla og tollayfirvöld í fleiri löndum rannsaka nú fund á 35 kannabisræktunarstöðvum í Noregi. Stöðvarnar fundust á svæði sem er um 200 kílómetra norður af Osló.

Fengu fót í netið

Danskir fiskimenn sem voru við veiðar við Stórabelti í gær fengu fót í netið sitt. Fóturinn er af karlmannni en á hann var klæddur skór af gerðinni Ecco í stærðinni 42.

Húsleitir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ

Fíkniefni fundust í tveimur húsleitum í Hafnarfirði og Reykjanesbæ í gær en talið er að um sé að ræða marijúana, amfetamín, hass og LSD. Samanlagt magn þess nemur um 60 grömmum en einnig var lagt hald á nokkuð af kannabisfræjum og búnað til ræktunar. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þessum aðgerðum en að þeim stóðu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á Suðurnesjum. Húsleitirnar voru framkvæmdar að undangengnum dómsúrskurði.

GT verktakar borga

GT verktakar hafa greitt alls 4,2 milljónir inn á launakröfur er deilt var um í október síðastliðnum. Þá hafði AFL Starfsgreinafélag afskipti af málum 13 starfsmanna fyrirtækisins.

Hætta við breytingar á kortaskilmálum

Kaupþing hefur ákveðið að hætta við umdeildar breytingar á kortaskilmálum bankans. Fjölmargar kvartanir bárust persónunefnd eftir að Stöð tvö hóf að fjalla um málið í síðustu viku.

Ferð ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til Írans umdeild

Ferð ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til Írans um síðustu helgi kemur nefndarmönnum í utanríkismálanefnd Alþingis á óvart. Heimildarmenn innan stjórnarráðsins hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum heimsóknarinnar á framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Sigurbjörn kominn fram

Maðurinn sem leitað var að fyrr í dag, Sigurbjörn Marinóson, er komin fram heill á húfi.

Rafmagn aftur komið á

Rafmagn er aftur komið á í Þverholti, Stakholti, Hátúni og Miðtúni en Háspennubilun varð rétt fyrir klukkan 19:00 sem orsakaði rafmangsleysi þar.

1.9% ökumanna óku yfir hámarkshraða

Brot 75 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá mánudegi til miðvikudags eða á liðlega 47 klukkustundum. Vöktuð voru 3.878 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1,9%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sex óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 100.

Háspennubilun í Reykjavík

Háspennubilun varð klukkan 18:52 sem orsakar rafmagnsleysi í Þverholti, Stakholti, Hátúni og Miðtúni ásamt Laugavegi 162 og húsum þar í kring.

Ísland viðurkennir sjálfstæði Kósóvó

Íslensk stjórnvöld hafa formlega viðurkennt sjálfstæði Kósóvó. Var það gert í bréfi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sendi Hashim Thaci forsætisráðherra Kósósvó í morgun. Hún hefur ennfremur tilkynnt serbneskum yfirvöldum um málið.

Níu þúsund á barn?

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir harðlega hugmyndir um greiðslur til handa foreldrum sem eru með börn sín á biðlistum leikskóla. Ekki hefur enn verið gefið upp hve háar upphæðir verður um að ræða en Sigrún hefur reiknað út að um 9 þúsund krónur sé að ræða eftir skatta.

Flugmaðurinn var 24 ára gömul kona

Milljónir manna út um allan heim sáu myndir af frækilegu afreki flugmanns á flugvellinum í Hamburg í vikunni. Nú hefur komið í ljós að það var aðstoðarflugmaðurinn sem var við stjórnvölinn.

Gagnrýndi samning um rekstur Iðnskólans

Þingmenn Vinstri - grænna gangrýndu í dag menntamálaráðherra fyrir samning sem gerður hefur verið við Menntafélagið ehf. um að reka Iðnskólann í Reykjavík og Fjöltækniskólann.

Einkaþjálfarinn myrti Beagley

Einkaþjálfarinn Karl Taylor hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt kaupsýslukonuna Kate Beagley á þeirra fyrsta stefnumóti.

Hefur ekki tekið afstöðu til olíuhreinsistöðvar

Geir H. Haarde forsætisráðherra segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort reisa eigi olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum eins og hugmyndir eru upp um. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag.

Sver af sér grín á kostnað fórnarlambs kynferðisafbrots

Jóhann Árnason, bóndi á Giljum, neitar því að hafa gert grín að fórnarlambi eigin kynferðisafbrots á þorrablóti Jökulsárhlíðar og Jökuldals sem fram fór fyrir skömmu. Því var haldið fram á vefsíðu staðarblaðsins Austurgluggans.

Vill skoða fleiri kosti en Hellnahraun undir fangelsi og lögreglustöð

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill skoða fleiri kosti enn þann sem er í boði undir lögreglustöð og fangelsi í Hellnahrauni áður en ákvörðun verður tekin um byggingarstað. Þetta kom fram í máli ráðherrans við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Engin tengsl á milli Hálslóns og jarðskjálfta við Upptyppinga

Tveir vísindamenn sem rannsakað hafa fylgni vatnssöfnunar í Hálslón og skjálftavirkni við Upptyppinga segja ekkert benda til þess að skjálftana megi rekja til fyllingar lónsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar en undanfarið hefur gætt mikillar skjálftavirkni við Upptyppinga sem sumir hafa viljað tengja við fyllingu Hálslóns.

Engin áform í gjaldmiðlamálum þjóðarinnar

Nokkrar umræður spunnust um gjaldmiðlamál á Alþingi í dag og kom fram í máli forsætisráðherra við fyrirspurn að ráðuneyti hans hefði engin áform í gjaldmiðlamálum þjóðarinnar.

Lögreglan lýsir eftir Sigurbirni Marinóssyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurbirni Marinóssyni, 40 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans undanfarnar vikur. Sigurbjörn, sem er til heimilis að Vesturbergi 78 í Reykjavík, er um 170 sm á hæð. Hann er grannvaxinn, skolhærður og með gleraugu.

Fjármunir færðir til til að leysa stuðningsfjölskylduvanda

Búið er leysa vanda Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi sem snýr að stuðningsfjölskyldum fatlaðra barna en halli skrifstofunnar frá síðasta ári er enn óleystur. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra við upphaf þingfundar í dag.

Enginn eldur í Efstaleiti

Brunaboði fór í gang í Útvarpshúsinu í Efstaleiti rétt eftir klukkan eitt í dag. Samkvæmt vaktstjóra hjá slökkviliðinu var einn bíll sendur á staðinn til þess að kanna málið en sjálfvirkt slökkvikerfi í hluta hússins tæmdi sig. Í ljós kom að ekki var um eld að ræða en ekki er vitað hvers vegna kerfið fór í gang.

Laxveiði bönnuð í 40 ám í Noregi í sumar

Laxveiði verður bönnuð í 40 ám í Noregi í sumar, veiðitíminn styttur í öðrum, kvótar settir á veiðimenn og veiddum löxum sleppt í stórum stíl. Þetta er gert til til að reyna að bæta ástand villtra laxastofna í landinu.

Furðulegt að forseti borgarstjórnar hafi ekki sett út á orðaval borgarstjóra

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, furðar sig á því af hverju forseti borgarstjórnar hafi ekki gert athugasemd við ummæli borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær við fyrirspurn hans um málefni Laugavegar fjögur og sex. Borgarstjóri neitaði að svara og sagði borgarstjórn setja ofan með nærveru Óskars.

Sérsveitin æfði hjá Birni Bjarnasyni

„Þetta voru nú bara æfingar hjá sérsveitinni," segir Guðmundur Ómar Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra um ferðir sérsveitarinnar í Dómsmálaráðuneytinu í gærkvöldi.

Segir oddvita minnihluta hafa komið að kaupréttarlistum

Oddvitar vinstri grænna og Samfylkingarinnar í borgarstjórn áttu beinan þátt í því að raða saman listum yfir þá starfsmenn sem fengu að njóta kaupréttar í REI-málinu að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar borgarfulltrúa.

Alltaf slæmt þegar framkvæmdir fara fram úr áætlun

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir alltaf slæmt þegar framkvæmdir fara fram úr áætlun, en þar á hann við byggingu stúkunnar á Laugardalsvelli sem fór rúmar 600 milljónir fram úr áætlun. Framkvæmdin var sameiginlegt verkefni borgarinnar og Knattspyrnusambands Íslands og nú vill KSÍ, sem annaðist framkvæmdina, að borgin greiði um 400 milljónir í umframkostnað eins og greint hefur verið frá í blaðinu 24 stundum.

Suður-Ossetía vill sjálfstæði eins og Kosovo

Suður-Ossetía, sem nú tilheyrir Georgíu, gerir nú kröfu um sjálfstæði í kjölfar þess að Kosovo-Albanar lýstu yfir sjálfstæði og nutu stuðnings stórs hluta vestrænna ríkja.

Sendiherra Dana hrósar lögreglu fyrir skjót viðbrögð

Lasse Reimann sendiherra Dana á Íslandi hrósar lögreglunni og utanríkisráðneytinu fyrir skjót viðbrögð í morgun. "Það er ætíð leiðinlegt þegar svona kemur upp á en við höfum ekki sérstakar áhyggjur af málinu," segir Lasse í samtali við Vísi.

Neyslan heldur áfram

Ekkert lát virðist vera á neyslugleði landsmanna ef mið er tekið af nýskráningum bíla og greiðslukortaveltu á fyrstu mánuðum þessa árs.

Aldrei fleiri sótt um dvalarleyfi á Íslandi

Útlendingastofnun hafa aldrei borist fleiri umsóknir um dvalarleyfi en á árinu 2007, eða 17.408, miðað við 16.651 árið áður. Alls voru gefin út 13.565 dvalarleyfi og fjölgaði þeim um 676 frá árinu 2006. Þetta kemur fram í vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Sjá næstu 50 fréttir