Innlent

GT verktakar borga

GT verktakar hafa greitt alls 4,2 milljónir inn á launakröfur er deilt var um í október síðastliðnum. Þá hafði AFL Starfsgreinafélag afskipti af málum 13 starfsmanna fyrirtækisins.

Uppi voru ásakanir um vangreidd laun, launaseðla sem ekki pössuðu við greidd laun og jafnvel hótanir og þvinganir. Málið vakti mikla athygli fjölmiðla og sá lögregla ástæðu til að rannsaka meint skjalafals og þvinganir.

Lögmenn GT verktaka og lögmenn AFLs hafa unnið að lausn málsins og hefur fyrirtækið greitt alls 4,2 milljónir og gefið út launaseðla fyrir þeirri upphæð og hefur fénu verið komið til hluta starfsmanna en þeir síðustu fá greitt í fyrramálið.

Eftir standa deilur aðila nokkur atriði og launakröfur á alls á sjöttu milljón króna og verður stefnt vegna þeirra mála á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×