Innlent

Sérsveitin æfði hjá Birni Bjarnasyni

Sérsveitin við æfingar í gærkvöldi
Sérsveitin við æfingar í gærkvöldi MYND/SB

„Þetta voru nú bara æfingar hjá sérsveitinni," segir Guðmundur Ómar Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra um ferðir sérsveitarinnar í Dómsmálaráðuneytinu í gærkvöldi.

Um tuttugu sérsveitarmenn voru staddir inni í dómsmálaráðuneytinu í gærkvöldi og brá vegfarendum heldur betur í brún. Guðmundur segir uppákomuna þó ekki sjaldgæfa enda æfi sérsveitin reglulega í bygginum út um allan bæ.

„Þar sem hlutverk lögreglunnar er meðal annars að tryggja öryggi ráðuneyta þá æfum við reglulega í þeim, í þessu tilfelli var það dómsmálaráðuneytið."

Guðmundur segir mikilvægt að sérsveitin þekki mikilvægar byggingar út í gegn. „Ef eitthvað kemur upp."

Hægt er að sjá myndband og nánari lýsingu á atburðum gærkvöldsins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×