Innlent

Neyslan heldur áfram

MYND/GVA

Ekkert lát virðist vera á neyslugleði landsmanna ef mið er tekið af nýskráningum bíla og greiðslukortaveltu á fyrstu mánuðum þessa árs.

Nýskráðir bílar voru 3.640 á fyrstu tveimur mánuðum ársins sem er 38 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Þegar horft er til síðastliðinna 12 mánaða, til loka febrúar, voru nýskráningarnar rúmlega 23.600 og er það um tíu prósenta aukning frá fyrra tólf mánaða tímabili.

Hagvísar Hagstofunnar leiða einnig í ljós að greiðslukortavelta heimilanna hafi aukist um nærri 15 prósent í janúar frá sama mánuði árið áður. Kreditkortaveltan jókst um rúman fjórðung í janúar en debetkortavelta aðeins um 0,2 prósent.

Þá jókst kreditkortavelta Íslendinga erlendis um nærri 22 prósent í janúar frá sama tíma árið áður. Erlend greiðslukortavelta hérlendis dróst hins vegar saman um rúm fimm prósent í janúar 2008 borið saman við janúar 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×