Innlent

Utanríkisráðuneytið styrkir neyðaraðstoð í Darfur

MYND/Reuters

Utanríkisráðuneytið hefur lagt fram 14,4 milljónir króna til neyðaraðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í Darfur-héraði.

Þetta er í annað sinn sem ráðuneytið leggur málinu lið en fjármunirnir fara í eitt stærsta neyðarverkefni sem unnið er í Darfur. Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, ACT og Caritas, hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar, standa að verkefninu.

Bent er á í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að frá árinu 2003 hafi um 250 þúsund manns látið lífið og um 2,5 milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka í Darfur-héraði. Fólkið hefur flest sest að í flóttamannabúðum og það er þar sem neyðaraðstoðin er veitt.

Utanríkisráðuneytið og Hjálparstarf kirkjunnar munu ferðast til Darfur á næstu dögum til þess að fylgja framlaginu eftir og kynna sér aðstæður. Einnig mun Hjálparstarfið fara af stað með sérstaka Darfur-söfnun í lok mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×