Innlent

Hefur ekki tekið afstöðu til olíuhreinsistöðvar

Geir H. Haarde forsætisráðherra segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort reisa eigi olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum eins og hugmyndir eru upp um. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag.

Verið var að ræða skýrslu svokallaðrar Vestfjarðanefndar um atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum og var vísað til orða Einars K. Guðfinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðrráðherra í viðtali við Bæjarins besta á Ísafirði í dag. Þar sagði Einar að ríkisvaldið ætti að beita sér fyrir olíuhreinsunarstöð rétt eins og annarri atvinnustarfsemi svo fremi sem hún uppfyllti öll skilyrði sem settu væru, meðal annars á sviði umhverfismála.

Forsætisráðherra var inntur eftir skoðun sinni á málinu og sagðist hann ekki hafa tekið afstöðu til verkefnisins en taldi eðlilegt að Einar sem þingmaður Norðvesturkjördæmis lýsti skoðun sinni á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×