Innlent

Sendiherra Dana hrósar lögreglu fyrir skjót viðbrögð

Lasse Reimann sendiherra Dana á Íslandi hrósar lögreglunni og utanríkisráðneytinu fyrir skjót viðbrögð í morgun. „Það er ætíð leiðinlegt þegar svona kemur upp á en við höfum ekki sérstakar áhyggjur af málinu," segir Lasse í samtali við Vísi.

Eins og fram kom í fréttum Vísi og Bylgjunnar í morgun höfði tveir fánar verið dregnir að hún við sendiráðið í nótt. Hauskúpa var á öðrum en áletrunin 69 á hinum. Jafnframt hafði verið krotað á sendiráðið á ensku textinn „Við munum ekki gleyma".

Lasse segir að strax þegar starfslið sendiráðsins sá hvað um var að ræða var haft samband við lögregluna og utanríkisráðuneytið. „Lögreglan tók niður fánana og er enn hér á vettvangi við rannsókn málsins," segir Lasse.

Hann vill ekki geta sér til um ástæður þessa verknaðar. „Við munum bíða og sjá hvað kemur út úr rannsókn lögreglunnar áður en ég tjái mig nánar um málið," segir Lasse.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×