Innlent

Níu þúsund fyrirspurnir til Neytendasamtakanna í fyrra

MYND/Hilmar Þór

Rúmlega níu þúsund fyrirspurnir bárust Neytendasamtökunum í fyrra samkvæmt ársskýrslu samtakanna sem birt var í dag. Er það nærri fjórðungsaukning á milli ára.

Langflest erindin, eða fjögur af hverjum fimm, komu í gegnum síma en einnig var algengt að fólk sendi tölvupóst. Flestar fyrirspurnirnar vörðuðu ferðamál, raftæki, verðlag og auglýsingar og bifreiðar.

Í flestum tilvikum leystust deilumál í kjölfar þess að neytandi fékk almennar ráðleggingar en í öðrum þurfti starfsfólk Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar að hafa milligöngu um sættir eftir því sem segir á vef samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×