Innlent

Íslenskum bílaáhugamönnum býðst bíll á rúmar 220 milljónir

Bugatti bíllinn kostar rúmar 220 milljónir.
Bugatti bíllinn kostar rúmar 220 milljónir.

Íslendingum býðst enn til að kaupa forláta Bugatti Veyron, árgerð 2006, á litlar 222 milljónir íslenskra króna. Bíllinn er með sextán strokka 1001 hestafla vél og vegur tæp 1900 kílógrömm. Bíllinn rúmar bílstjóra og einn farþega og getur náð 407 kílómetra hraða á klukkustund. Eins og Stöð 2 sagði frá í júlí síðastliðnum er það bílasalan Sparibíll sem hefur bílinn til sölu.

Þá er Sparibíll einnig með til sölu Ferrari Enzo, árgerð 2003, á tæpar 145 milljónir króna. Sá bíll er 12 strokka og 651 hestafla og getur náð allt að 350 kílómetra hraða.

Þrátt fyrir að bílarnir bjóðist á sanngjörnum lánum er ljóst að þeir eru ekki ætlaðir fyrir hvaða launþega sem er. Ferrari bíllinn býðst á lánum til 36 mánaða og er meðalgreiðsla á mánuði þá rétt rúmar 1,8 milljónir á mánuði. Bugatti bifreiðin býðst hins vegar á lánum til 72 mánaða og er þá greiðslan 2,5 milljónir á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×