Innlent

Fannst eftir að hafa ekið á bíl öldungs og stungið af

Lögreglan hefur fundið ökumanninn sem keyrði á bíl manns á áttræðisaldri í Árbæ í Reykjavík og stakk af vettvangi í lok síðustu viku.

Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá málinu síðastliðinn sunnudag og er bíllinn talinn ónýtur eftir áreksturinn. Ökumaðurinn sem keyrði á bílinn var á bláum Ford Mustang og kom hann í leitirnar síðastliðinn mánudag eftir að ábendingar bárust lögreglu.

Hann var samstundis færður til yfirheyrslu og verður að öllum líkindum sektaður fyrir að stinga af vettvangi. Valdimar Ásgeirsson, eigandi bílsins, situr því ekki uppi með tjónið og fær það bætt frá tryggingafélagi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×