Innlent

Sver af sér grín á kostnað fórnarlambs kynferðisafbrots

Þorrablótið var haldið í Brúarásskóla.
Þorrablótið var haldið í Brúarásskóla. MYND AF HEIMSÍÐU BRÚARÁSSKÓLA

Jóhann Árnason, bóndi á Giljum, neitar því að hafa gert grín að fórnarlambi eigin kynferðisafbrots á þorrablóti Jökulsárhlíðar og Jökuldals sem fram fór fyrir skömmu. Því var haldið fram á vefsíðu staðarblaðsins Austurgluggans.

„Það er meira en nóg er komið af þessu máli. Skemmtiatriðunum var í engu beint gegn téðu fórnarlambi og hefðu getað átt við hvað sem er og hvern sem er og það sem fer fram á þorrablóti fer fram á þorrablóti og á ekki að fara víðar. Einar Ben ætti að finna sér eitthvað annað að gera," segir Jóhann og vísar til fréttarinnar í Austurglugganum.

Einar Þorsteinsson, ritstjóri Austurgluggans, skrifaði frétt um málið á vefsíðu Austurgluggans á mánudag. Í fréttinni var því haldið fram að Jóhann, sem situr í þorrablótsnefndinni, og aðrir sem sáu um skemmtiatriðin hefðu gert óspart grín að dómi þeim sem Jóhann hlaut fyrir kynferðisafbrot í Héraðsdómi Austurlands í lok janúar.

Jóhann, sem fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að „hafa að kvöldi laugardagsins 23. júní 2007 í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum, sett hendi sína unn undir bol fórnarlambsins um hálsmál og gripið um brjóstarhaldara sem hún klæddist og togað í hann."

Í frétt Austurgluggans kemur fram að söngdagskráin hafði verið klippt út þannig að hún minnti á brjótarhaldara og í það látið skína þetta gæti verið eftirmynd brjóstarhaldara fórnarlambs kynferðisafbrotamálsins gegn Jóhanni.

Aðspurður um orð Jóhanns sagði Einar ritstjóri að fleiri en einn og fleiri en tveir hefðu komið að máli við sig eftir Þorrablótið og lýst hneykslun sinni á þessu. „Þegar menn hegða sér svona þá er þetta auðvitað spurning um siðferðilega afstöðu. Fyrir mér er það óskiljanlegt að vera að rifja upp þetta mál sérstaklega í ljósi þess að líklegt var að umrætt fórnarlamb myndi mæta á svæðið. ég skil bara ekki svona," segir Einar og stendur fastur á frétt sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×