Innlent

Enginn eldur í Efstaleiti

Slökkviliðið við hreinsistörf.
Slökkviliðið við hreinsistörf.

Brunaboði fór í gang í Útvarpshúsinu í Efstaleiti rétt eftir klukkan eitt í dag. Samkvæmt vaktstjóra hjá slökkviliðinu var einn bíll sendur á staðinn til þess að kanna málið en sjálfvirkt slökkvikerfi í hluta hússins tæmdi sig. Í ljós kom að ekki var um eld að ræða en ekki er vitað hvers vegna kerfið fór í gang.

Starfsmenn þustu út þegar kerfið fór í gang.

Starfsmenn Útvarpsins þustu út úr húsinu þegar kerfið fór í gang en hafa nú snúið til baka til vinnu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×