Innlent

Töluvert af fíkniefnum fannst við húsleit

Um það bil 60 grömm af maríjúana, amfetamíni, hassi og LSD fundust við húsleit sem gerð var í Hafnarfirði og Garðabæ í fyrradag. Einnig fannst nokkuð af kannabisfræjum og búnaði til ræktunar. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum við málið.

Þá lagði lögreglan á Vestfjörðum hald á 400 grömm af hassi í húslelit á Ísafirði í fyrradag. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, en látinn laus að yfirheyrslum loknum. Þetta er mesti fíkniefnafundur á Vestfjörðum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×