Fleiri fréttir

Bubbi rak Hönnu og Sigga heim

Hanna og Siggi luku bæði keppni í Bandinu hans Bubba í kvöld. Hanna Vigdís Jóhannesdóttir söng lagið Þú ert mér allt, sem betur er þekkt í flutningi Ellenar Kristjánsdóttur. Sigurður Guðlaugsson söng lagið Besti vinur eftir KK. Þegar þau höfðu lokið við að flytja lögin í annað skipti leist kónginum ekki betur á en svo að hann sendi þau bæði heim. Þau tóku þó bæði tíðindunum með mestu jafnaðargeði.

Fundu 30 grömm af kannabis í Borgarfirði

Um 30 grömm af ætluðum kannabisfræjum og maríjúana fundust við húsleit í uppsveitum Borgarfjarðar á sjötta tímanum í kvöld. Lögreglan í Borgarnesi handtók par á þrítugsaldri vegna málsins. Parið sem er á þrítugsaldri hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Þau voru handtekin en sleppt eftir að þau höfðu verið yfirheyrð.

Jóni í FL Group bannað að byggja

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi í dag úr gildi ákvörðun Seltjarnarnesbæjar sem gefið hafði Jóni Sigurðssyni, forstjóra FL Group, leyfi til þess að byggja nýtt einbýlishús á lóð þar sem til stóð að rífa 319 fm2 einbýlishús hans við Unnarbraut 19.

MR sigraði Verzló

Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði lið Verzlunarskóla Íslands í æsispennandi Gettu betur keppni nú undir kvöld.

Fagna frumvarpi sem heimilar reykrými á veitingastöðum

Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar frumvarpi þeirra Jóns Magnússonar, Guðjóns A. Kristjánssonar, Hönnu Birnu Jóhannsdóttur, Birgis Ármannssonar, Bjarna Harðarsonar, Illuga Gunnarssonar, Jóns Gunnarssonar, Kjartans Ólafssonar og Péturs H. Blöndal um breytingar á tóbaksvarnarlögum.

Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokað

Lokað er á milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóða og Skagavegur við Víkur var lokaður í dag vegna ræsagerðar. Á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður.

Lítið traust á borgarstjórn

Aðeins 9% þeirra, sem svöruðu í skoðanakönnun Gallup í febrúar, sögðust treysta borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er langminnsta traust sem opinber stofnun, hefur mælst með í könnunum Gallup, samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins.

Símasamband komið á að nýju

Símasamband er komið á að nýju við Neskaupsstað. Vegna bilunar sem varð á ljósleiðarasambandi Mílu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar nú undir kvöld fór rofnaði allt símasamband. Öll gagnaflutningssambönd um IP net Símans voru hinsvegar í lagi ásamt ADSL samböndum.

DeCode segir upp 60 manns

Líftæknifyrirtækið deCode, sagði í dag upp 60 starfsmönnum. Helmingur þeirra hættir störfum í dag en helmingur vinnur út uppsagnafrestinn, að því er fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Fíkniefnamagnið var 0,5 grömm

Fíkniefnamagnið sem fannst á heimavist nemenda í Háskólanum á Bifröst nemur einungis 0,5 grömmum, samkvæmt heimildum Vísis.

Glussi lak af vörubíl

Hátt í fjörutíu lítrar af glussa láku af krana á vörubíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðaði hreinsideild Reykjavíkurborgar við að þrífa göturnar. Talsverðar umferðartafir urðu á meðan verið var að þrífa götuna, en loka þurfti einni reininni.

Viðskiptaráðherra bregst við fyrirspurn Umboðsmanns

Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Neytendastofu að hún framkvæmi úttekt á því í hvaða mæli það tíðkist að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld, og í hvaða tilvikum séu fullnægjandi lagaheimildir fyrir slíkri gjaldtöku.

Umboðsmaður spyr um seðilgjöld hins opinbera

Umboðsmaður Alþingis hefur skrifað bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra bréf og spurt hvort fyrirhugað sé af hálfu ráðuneytanna að kanna í hvaða mæli það tíðkist að opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni á þáverandi heimili þeirra fyrir um ári.

„Ég líð ekkert svona á mínu svæði“

Þrír nemendur, tveir menn og ein kona, voru rekin úr Háskólanum á Bifröst í dag í kjölfar þess að fíkniefni fundust í íbúðum þeirra á háskólasvæðinu. Þetta staðfestir Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, í samtali við Vísi. „Ég líð ekkert svona á mínu svæði," segir Ágúst.

Biðst afsökunar á morðhótun í barnaþætti

Stjórnandi palestínsku sjónvarpstöðvarinnar al-Aqsa hefur beðist afsökunar á því að hvatt hafi verið til þess að danski teiknarinn Kurt Westergaard yrði myrtur ef hann teiknaði aðra mynd af spámanninum Múhameð.

Hægt að nota kreditkort í bílastæðahúsum í næstu viku

Stöðumælum og bílastæðahúsum sem aðeins taka klink fer nú fækkandi því í næstu viku geta ökumenn notað kreditkort í greiðsluvélunum í bílastæðahúsum og innan skamms í nýjum miðamælum sem settir verða upp víðsvegar í miðborginni.

Stærsti framhaldsskóli landsins einkarekinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði í dag samning við Menntafélagið ehf. um að annast rekstur nýs framhaldsskóla er verður til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára og gildir frá 1. júlí 2008.

Árni hefur engin áform um að feta áfram í spor Friðriks

Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði engin áform uppi um að hann taki við af Friðriki Sophussyni sem forstjóri Landsvirkjunar. Friðrik mun að öllum líkindum láta af störfum í október og hafa sögusagnir gengið þess efnis að Árni taki við af Friðriki.

Langþreyttir á stöðugu veggjakroti í Grafarvogi

Verslunareigendur í Grafarvogi eru orðnir langþreyttir á stöðugu veggjakroti á húsnæði þeirra. Segjast þeir bera mikinn kostnað af skemmdarverkunum og lögreglan veiti þeim litla hjálp.

Ísland tengist nýjum reglum ESB um fangaframsal

Stefnt er að því að Ísland tengist nýjum reglum sem eru í mótun inna Evrópusambandsins um framsal dæmdra manna milli ríkja. Þetta var meðal þess sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Franco Frattini, dómsmálastjóri ESB, ræddu á fundi sínum í gær.

Fá dagblöðin fjögurra daga gömul

Reiði ríkir meðal íbúa í sveitum á sunnanverðum Vestfjörðum vegna þeirrar ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar að heimila Íslandspósti að fækka dreifingardögum pósts úr fimm á viku niður í þrjá.

Harry Bretaprins kallaður heim frá Afganistan

Harry Bretaprins verður kallaður heim frá Afganistan þar sem hann hefur sinnt herskyldu síðan í desember. Sú ákvörðun var tekin eftir að erlendir miðlar greindu frá því að hann væri þar að störfum.

Sagði annan mann hafa ekið

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 26 ára karlmann til þess að greiða 230 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið ölvaður á vegrið skammt austan við Litlu Kaffistofuna, Sveitarfélaginu Ölfusi, þannig að bifreið ákærða valt og hafnaði utan vegar.

Gagnrýni Hrafns stenst ekki gagnrýni

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ræddi á bloggsíðu sinni í gær um ummæli Hrafns Bragasonar sem féllu á málþingi Orators á miðvikudaginn. Hrafn sagði þar að ekkert væri að kerfinu sem notað er til að skipa dómara hér á landi. „Vandamálið að mínu mati er þessi ráðherra," sagði Hrafn og átti þar við Björn.

Örlög Guðmundar hjá OR ráðast þegar leyfi lýkur

Örlög Guðmundar Þóroddssonar forstjóra REI ráðast þegar leyfi hans lýkur þann 1. apríl n.k.. Þá á hann að taka aftur við forstjórastöðu Orkuveitunnar en samkvæmt heimildum Vísi er síður en svo öruggt að svo verði.

Tekið hart á fíkniefnamáli á Bifröst

„Það verður tekið hart á þessu máli því við líðum ekki þennan ófögnuð hérna," segir Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst um fíkniefnafund lögreglunnar í nemendaíbúðum við háskólann í gærkvöldi.

Völdu rangan bar til að ræna

Tveir vopnaðir ræningjar völdu heldur betur rangan bar til að ræna í Sidney í Ástralíu í vikunni. Þeir réðust inn á barinn vopnaðir sveðjum og skipuðu öllum að leggjast á gólfið.

Sjá næstu 50 fréttir