Innlent

Heimilar rækjuveiðar í Arnarfirði

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur heimilað veiðar á 150 lestum af rækju í Arnarfirði.

Það gerir ráðherrann á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnarinnar. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að Hafró hafi nýlokið könnun á innfjarðarækjusvæðinu í Arnarfirði. Stofnvísitalan hafi hækkað frá því haustið 2007 auk þess er útbreiðsla rækjunnar er mun meiri en undanfarna vetur.

Rækjan reyndist einnig mun stærri en oftast áður í vorkönnunum eða 188 stykki í kílói. Því lagði stofnunin til að heimilaðar yrðu veiðar á 150 lestum af rækju á yfirstandandi vertíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×