Innlent

Bíða með senda loðnuskip á veiðar í von um aukinn gróða síðar

Dæmi eru um að útvegsmenn, sem eiga lítinn loðnukvóta, hafi ekki enn sent skip sín til veiða eftir að veiðibanninu var aflétt í von um að fá meira fyrir aflann síðar. Viðbótarkvótinn gæti skilað rúmum þremur milljörðum króna.

Það er skiljanlegt í ljósi þess að gríðarlelgur verðmunur er á loðnuafurðunum. Þannig er útflutningsverðmæti af einu tonni sem fer í bærðslu um 17.500 krónu, en af hverju tonni af hrognum til japans 270 þúsund krónur eða meira en tífalt meira en í bræðsluna.

Hrognamagn í loðnunni fer vaxandi með hverjum deginum sem líður og því halda sumir að sér höndum í von um að fá sem mest af hrognafullri loðnu þegar þar að kemur. Gera má ráð fyrir að viðbótin, sem var heimuluð, skili 3,2 milljörður króna og vertíðin í heild skili fimm milljörðum króna í útflutningsverðmæti sem er langt undir meðaltali síðastliðins áratugs.

Góð loðnuveiði eru nú austan við Vestmannaeyjar en fá skip eru á miðunum þar sem þau fylla sig á skömmum tíma og eru ýmist á landleið til löndunar eða á útleið eftir löndun. Sum hafa ekki enn hafið veiðar og þá lóna nokkur frystiskip í grennd við miðin og sækja sér skammta í fyrstinguna eftir þörfum.

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur áfram loðnuleit austur með suðurströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×