Innlent

Níutíu sektaðir fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum

MYND/Pjetur

Brot 89 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í síðustu viku frá þriðjudegi til föstudags eða á tæplega 88 klukkustundum.

Fram kemur í frétt lögreglunnar að á þessum tíma hafi um 5.700 ökutæki farið um göngin og því ók lítill hluti ökumanna, eða um það bil 1,6 prósent of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 85 kílómetrar á klukkustund en þarna er 70 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×