Innlent

DeCode segir upp 60 manns

Kári Stefánsson forstjóri deCode.
Kári Stefánsson forstjóri deCode.

Líftæknifyrirtækið deCode, sagði í dag upp 60 starfsmönnum. Helmingur þeirra hættir störfum í dag en helmingur vinnur út uppsagnafrestinn, að því er fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við RÚV að uppsagnirnar væru eðlilegar og ábyrgar í ljósi þess að erfitt verði að útvega fjármagn á mörkuðum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×