Innlent

MR sigraði Verzló

Sigmar Guðmundsson rakti garnirnar úr vöskum liðsmönnum MR og Verzló.
Sigmar Guðmundsson rakti garnirnar úr vöskum liðsmönnum MR og Verzló.

Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði lið Verzlunarskóla Íslands í æsispennandi Gettu betur keppni nú undir kvöld.

Þegar tvær spurningar voru eftir í pottinum var staðan 26-20. Verzlingum tókst að svara næstsíðustu spurningunni rétt og fengu fyrir það þrjú stig. Síðast var spurt um þrjú íslensk eldfjöll, en hvorugt liðið hafði rétt svar við henni. Lokatölur urðu því 26-23, MR í vil.

Undanúrslit fara fram í næstu viku. Á fimmtudagskvöld mætast lið Menntaskólans á Akureyri og lið Menntaskólans við Hamrahlíð, en á föstudeginum eru það svo lið MR og Borgarholtsskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×