Innlent

Bubbi rak Hönnu og Sigga heim

Bubbi sá hvorki ástæðu til að hlífa Hönnu né Sigga.
Bubbi sá hvorki ástæðu til að hlífa Hönnu né Sigga.

Hanna og Siggi luku bæði keppni í Bandinu hans Bubba í kvöld. Hanna Vigdís Jóhannesdóttir söng lagið Þú ert mér allt, sem betur er þekkt í flutningi Ellenar Kristjánsdóttur. Sigurður Guðlaugsson söng lagið Besti vinur eftir KK. Þegar þau höfðu lokið við að flytja lögin í annað skipti leist kónginum ekki betur á en svo að hann sendi þau bæði heim. Þau tóku þó bæði tíðindunum með mestu jafnaðargeði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×