Innlent

Símasamband komið á að nýju

Sími.
Sími.

Símasamband er komið á að nýju við Neskaupsstað. Vegna bilunar sem varð á ljósleiðarasambandi Mílu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar nú undir kvöld fór rofnaði allt símasamband. Öll gagnaflutningssambönd um IP net Símans voru hinsvegar í lagi ásamt ADSL samböndum.

Bilunin hafði einnig áhrif á gagnaflutning nokkurra leigulína við Eskifjörð og Neskaupsstað, en nú er allt samband komið á að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×