Innlent

Menntafélagið rekur Iðnskólann og Fjöltækniskólann

Nýtt félag, Menntafélagið, tekur við rekstri Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans sem sameinaðir verða.

Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að samningar þar um verði undirritaðir klukkan hálftvö í dag. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag er megn óánægja meðal kennara í Iðnskólanum um það hvernig staðið var að sameiningunni.

Hefur kennarafélagið ákveðið að senda umboðsmanni Alþingis kvörtun þar sem farið verður fram á að hann kanni hvort sameiningin sé lögmæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×