Innlent

Sagði annan mann hafa ekið

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag 26 ára karlmann til þess að greiða 230 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið ölvaður á vegrið skammt austan við Litlu Kaffistofuna þannig að bifreið hans valt og hafnaði utan vegar.

Maðurinn reyndi að þræta fyrir að hafa ekið bifreiðinni og sagði vin sinn, sem hann nefndi "himma", hafa ekið. Hann gat þó ekki gert nánari grein fyrir honum, hversu gamall hann væri, hvar hann væri búsettur og hvernig væri hægt að ná í hann.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum væri með ólíkindum og ótrúverðug. Hann var því fundinn sekur um að hafa sjálfur ekið bifreiðinni.

Auk sektarinnar var maðurinn sviptur ökuleyfi í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×