Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi

MYND/365

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni á þáverandi heimili þeirra fyrir um ári.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og andlit og sparkað í líkama hennar þannig að hlaut nokkra áverka, meðal annars á höfði.

Maðurinn játaði að hafa sparkað í og slegið konuna en hafði þann fyrirvara að hún hefði átt upptök að átökum þeirra með því að reka honum kinnhest. Þá taldi hann ólíklegt að áverkar sem getið er í læknisvottorði hafi verið af hans völdum.

Dómurinn komst hins vegar að því að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að áverkarnir hefðu stafað af öðru en átökum fólksins. Var hann því t




Fleiri fréttir

Sjá meira


×