Innlent

Vöruskipti neikvæð um 9,5 milljarða í janúar

Vöruskipti við útlönd í janúar síðastliðnum reyndust neikvæð um 9,5 milljarða samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Fluttar voru út vörur fyrir rúma 24 milljarða króna og inn fyrir tæpa 34 milljarða. Til samanburðar voru vöruskiptin óhagstæð um tæpa þrjá milljarða í sama mánuði í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings var 7,5 prósentum minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður og verðmæti vöruinnflutnings var 16,1 prósenti meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður.

Hagstofan hefur einnig leiðrétt tölur um vöruskipti yfir allt árið í fyrra og er það vegna upplýsinga um flugvélaviðskipti sem bárust eftir að þær voru gefnar út. Þetta þýðir að fluttar voru út vörur fyrir rúma 305 milljarða í fyrra og inn fyrir rúma 395. Því voru vörskiptin neikvæð um rúma 90 milljarða, eða 2,2 milljörðum verri en áður var talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×