Innlent

Danskur rithöfundur hlýtur Bókmennaverðlaun Norðurlandaráðs

Frá þingi Norðurlandaráðs. Úr myndasafni.
Frá þingi Norðurlandaráðs. Úr myndasafni.

Danski rithöfundurinn Naja Marie Aidt hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2008 fyrir smásagnasafnið Bavian. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að smásögur hennar, sem eru 15 talsins í bókinni, fjalli um veröld sem svipi til hversdagsleikans. „Naja Marie Aidt skrifar þokkafullan og ískyggilegan raunsæistexta, sem dregur fram undirtóna raunveruleikans, svo lesandinn finnur að hversdagsleikinn hvílir á neti mögulegra hamfara. Það sem tengir smásögur Naja Marie Aidt er lífssýn sagnanna. En kannski einnig eitthvað sem kalla má hnattrænt lífsmyrkur. Því í gegnum bókina rennur straumur, púls, sem bæði er þokkafullur og ískyggilega þungbúinn," segir í tilkynningunni.

Naja Marie Aidt fæddist árið 1963 og hefur skrifað 8 ljóðasöfn, 3 smásagnasöfn, kvikmyndahandrit og nokkur leikrit. Hún er mjög áberandi í sinni kynslóð danskra rithöfunda. Bókmenntaverðlaunin nema 350 þúsundum danskra króna og verða afhent í lok október í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Helsinki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×