Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og valda slysi

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og sektað hann um 20 þúsund krónur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot.

Maðurinn ók yfir gatnamót á Akureyri án þess að virða biðskyldu nægilega og ók í veg fyrir bifhjól. Ökumaður hjólsins kastaðist af því og slasaðist nokkuð en ekki var talið að um varanleg mein væri að ræða.

Maðurinn sagðist hafa litið til beggja hliða áður en hann ók yfir gatnamótin og sagðist ekki hafa séð til hjólsins. Sagði dómurinn að virða yrði ákærða það til aðgæsluleysis að hafa ekki séð til ferða bifhjólsins en engu að síður var hann sakfelldur þar sem hann virti ekki umferðarmerki að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×