Fleiri fréttir

Fellibylurinn Dean ógnar ríkjum Karíbahafsins

Yfirvöld á Jamaíku búast við hinu versta nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyr á landið. Óttast er að bylurinn valdi miklum skemmdum og jafnvel manntjóni á eyjum á Karíbahafinu. Útgöngubann er nú í gildi á Jamaíku og búið að loka öllum flugvöllum.

Nokkrar ábendingar borist vegna Þjóðverja

Lögregla hefur fengið nokkrar hringingar í kjölfar þess að lýst var eftir tveimur þýskum ferðamönnum í gær. Verið er að kanna þær vísbendingar en enn er allt á huldu um afdrif mannana.

Nóg að gera hjá lögreglu í Keflavík

Töluverður erill var hjá lögreglunnni í Keflavík fram undir morgun. Þrír gistu fangageymslur þar vegna ölvunar og óspekta. Þá voru fjórir teknir vegna ölvunar við akstur í umdæmi lögreglunnar á Reykjanesi.

Brjálað að gera á leigubílastöðvum

Gríðarlega mikið hefur verið að gera á leigubílastöðvunum í Reykjavík í heilan sólarhring að sögn starfsmanns á afgreiðsluborði Hreyfils-Bæjarleiða. Leigubílstjórar náðu með engum hætti að svara eftirspurn á menningarnótt og fram á morgun.

Gallaðar kosningar í Kasakstan en skref í rétta átt

Framkvæmd kosninganna í Kasakstan sem fram fóru í gær stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um framkvæmd kosninga. Eftirlitsmenn frá Öryggis og samvinnustofnun Evrópu segja að skort hafi á gagnsæji við atkvæðatalningu auk þess sem þröskuldar fyrir því að ná kjöri á þing landsins hafi verið of háir.

Mörg þúsund á vergangi

Mörg hundruð hermenn hafa verið sendir á hamfarasvæði í Perú þar sem snarpur jarðskjálfti varð minnst fimm hundruð að bana í síðustu viku. Mörg þúsund manns eru á vergangi í Íka-héraði suður af höfuðborginni, Líma, en það svæði varð verst úti.

Björgunaraðgerðum hætt í Utah

Björgunaraðgerðum vegna sex námamanna sem hafa setið fastir í kolanámu í Utah í Bandaríkjunum í vel á aðra viku var hætt í morgun. Óvíst er hvort þeim verður framhaldið síðar.

30 þúsund á Miklatúni - fjölmenni í miðborginni

Mikið fjölmenni var í bænum í gærkvöld og nótt vegna menningarnætur og segir lögregla fjöldann svipaðan á síðustu ár. Mannfjöldinn dreifðist hins vegar á stærra svæði og voru til að mynda um 30 þúsund manns á tónleikunum á Miklatúni þegar mest var.

Hestamaður slasaðist í Skagafirði

Hestamaður féll af baki við Ábæ í Skagafirði um kvöldmatarleytið í gær. Björgunarsveitirnar Skagfirðingasveit og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð voru kallaðar út til að aðstoða við flutning mannsins. Að sögn læknis á sjúkrahúsinu á Akureyri er maðurinn á leið í rannsókn á næstu mínútum.

Sátu föst í ánni í fimm klukkustundir

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út rétt fyrir kvöldmat í gær vegna bifreiðar sem föst var í Tungnaá við Jökulheima. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að fólkið, karl og kona hafa sennilega verið föst í bílnum frá því klukkan tvö um daginn, eða um fimm klukkustundir.

Milljón en ekki 400 þúsund tonn árlega

„Ég skil ekki af hverju Ólafur Egilsson notar ekki hærri tölur. Það væri ærlegra tel ég,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni telur þá tölu sem kom fram í Fréttablaðinu í gær of lága en þar segir að útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum verði um 400 þúsund tonn af útblæstri á hverju ári.

Lítill fugl velti þungu hlassi

Bíll fór út af veginum í Hrútafirði snemma í gærmorgun og valt. Einn farþegi var í bílnum ásamt ökumanni og sluppu þeir báðir án teljandi meiðsla. Bifreiðin er þó talin gjörónýt eftir veltuna.

Hótaði að smita bílstjóra af lifrarbólgu

Maður sem ákærður er fyrir hótanir, líkamsárásir, þjófnað og eignaspjöll sagðist fyrir dómi nær ekkert muna eftir atvikunum. Aðalmeðferð í máli mannsins, sem er 22 ára, fór fram í á miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fjölskylduhátíð í sól og blíðu

Danskir dagar fara nú fram í fjórtánda skipti í Stykkishólmi um helgina. Á milli sex til sjö þúsund gestir hafa lagt leið sína á fjölskylduhátíðina. Hverfahátíðir, grillveislur og skrúðganga voru í boði fyrir gesti svo fátt eitt sé nefnt.

Pólitísk sátt um aflþynnuverksmiðju

Pólitísk samstaða er um aflþynnuverksmiðju á Akureyri. Ekki þarf að virkja vegna verksmiðjunnar en hún gæti hins vegar flýtt virkjunarframkvæmdum vegna annarra verkefna.

Guttar kveiktu í bílhræjum

Eldur kom upp í bílhræjum á ruslahaugum við Selfoss um klukkan tíu á föstudagskvöld. Slökkvilið var sent á staðinn og var búið að slökkva í sex bifreiðum um klukkustund síðar. Mikinn reyk lagði frá haugunum, sem eru rétt við bæinn.

Föst í banka í sex klukkutíma

Hin 73 ára Marian Prescher læstist inni í banka í sex klukkustundir eftir að hún var óvart lokuð inni á meðan hún skoðaði öryggishólf sitt.

Steiktur pitsukassi á eldavél

Slökkvilið var kallað út í íbúð í Skarphéðinsgötu um klukkan ellefu í gærmorgun vegna reyks sem steig úr húsinu. Reykskynjari í íbúðinni var einnig í gangi.

Líkamsárás á Skólavörðustíg

Nokkrir menn réðust á einn mann á Skólavörðustíg rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sár á andliti og höndum. Árásarmennirnir voru handteknir stuttu síðar.

Sarkozy uppljóstrar borgunarmenn sumarleyfis síns

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hefur tjáð frönskum blöðum að hann dvaldi í glæsihýsi í Bandaríkjunum á kostnað tveggja auðugra fjölskyldna í sumarleyfi sínu. Leigan á villunum hljóðaði upp á rúmar fjórar miljónir íslenskra króna og komu þær úr vasa Cromback og Agostinelli fjölskyldnanna.

Lögregla óttast stríð á meðal Vítisengla

Lögregla á Bretlandseyjum óttast að stríð geti verið í uppsiglingu á meðal mótorhjólagengja í kjölfar morðs á manni sem var meðlimur í Vítisenglum. Félagar mannsins segjast vita hver morðinginn sé, en að þeir ætli sér ekki að láta lögreglu í té þær upplýsingar.

Ekki ástæða til að óttast nýtt kalt stríð

Norsk stjórnvöld segjast munu fylgjast náið með auknum hernaðarumsvifum Rússa, en að ekki sé ástæða til að óttast afturhvarf til Kalda stríðsins. Putin Rússlandsforseti kynnti ákvörðun sína um aukin hernaðarumsvif Rússa eftir fund með Hu Jintao forseta Kína. Þeir voru viðstaddir sameiginlegar heræfingar í Mið-Asíu.

Óttast um lífríki Arnarfjarðar

Ballest úr olíuflutningaskipum og gróður sem sest á botn þeirra gæti skaðað lífríki Arnarfjarðar að mati Jóns Þórðarsonar, útgerðarmanns á Bíldudal.

Aron Pálmi laus úr prísund sinni

Aron Pálmi Ágústsson losnaði í dag úr viðjum bandaríska fangelsiskerfisins, rúmum tíu árum eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisafbrot, þá þrettán ára að aldri.

Óþarfi að búa til rússagrýlu

Utanríkisráðherra telur ekki ástæðu til að magna upp rússagrýlu vegna rússnesku herflugvélanna sem flugu hringferð um landið í gær. Óljóst er hvort vélunum var fylgt eftir á för sinni og ráðherra gat ekki svarað hve nálægt þær voru ströndum Íslands. Hernaðarandstæðingar segja að flug sem þetta gæti orðið tíðara í framtíðinni.

Rannsakað hvort innbrot tengist hótelbruna

Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hvort innbrot í hótelið sem brann í bænum Newquay í Cornwall tengist eldsvoðanum. Einn lést og fjögurra er saknað eftir brunann.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfarenda, konu, á gatnamótum Sundlaugarvegar og Hrísateigs um klukkan tvö í dag. Þegar lögregla kom á staðinn var konan með meðvitund og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar. Ekki hafa fengist nánari fréttir af líðan konunnar.

Ekki heimsmet, en Íslandsmet

Tilraun til að setja heimsmet í hvísluleik í í garði Listasafns Einars Jónssonar á menningarnótt mistókst í dag en aðeins 600 manns hvísluðust á. Tæplega ellefu hundruð hefði þurft til að slá metið. Þá brenglaðist setningin sem hvíslað var í meðförum þátttakenda, en hún byrjaði sem -heimsmet í reykjavík - en þegar yfir lauk hafði það breyst í - er þetta komið.

Lýst eftir þýskum ferðamönnum

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur þýskum ferðamönnum, þeim Matthias Hinz og Thomas Grundt. Þeir hugðust ferðast um Ísland og meðal annars fara í ísklifur og fjallgöngur í nágrenni Skaftafells og Vatnajökuls. Ekkert hefur spurst til þeirra í þrjár vikur.

Fjör í Latabæjarhlaupi

Latabæjarhlaupið vakti mikla kátínu á meðal þeirra fjölmörgu krakka sem hlupu kílómeters langa brautina í dag. Hlaupið fór fram fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands og eins og sjá má á myndinni voru það ánægðir krakkar sem komu í mark að loknu hlaupi.

Fellibylurinn Dean sækir í sig veðrið

Íbúar á karabísku eyjunni Jamaica búa sig nú undir það versta en fellibylurinn Dean nálgast nú strendur landsins óðfluga og mun hann skella á eyjunni á sunnudag. Veðurfræðingar óttast að Dean verði þá búinn að færa sig í aukana og hætta er á því að hann verði orðinn að fimmta stigs fellibyl á morgun.

Samskip áfrýja dómi um bætur vegna missis framfæranda

Samskip hafa áfrýjað dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. maí síðastliðinn en þá var fyrirtækinu gert að greiða ekkju skipverja sem fórst með Dísarfellinu árið 1997 tæpar tvær milljónir króna í bætur vegna missis framfæranda.

Heimför Endeavour mögulega flýtt

Heimför geimskutlunnar Endeavour verður að öllum líkindum flýtt vegna fellibylsins Dean sem ríður nú yfir Karabíska hafið. Ef svo færi myndi skutlan lenda á þriðjudaginn í stað miðvikudags í næstu viku.

Menningarnótt gengin í garð

Menningarnótt Reykjavíkurborgar hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu núna klukkan eitt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson setti hátíðina formlega en að lokinni setningu koma Lay Low og Eivör Pálsdóttir fram. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna hátíðarinnar og verður götum í miðbænum lokað fyrir bílaumferð.

Flugræningjar gefast upp

Tveir menn sem rændu tyrkneskri flugvél á leið frá norður Kýpur til Istanbúl hafa nú gefist upp. Ekki er ljóst hvaðan flugræningjarnir eru eða hver tilgangurinn var með ráninu.

Rússar í hringferð um landið

Rússnesku sprengjuflugvélarnar sem flugu inn í íslenskt flugumsjónarsvæði í gær flugu inn í eftirlitssvæðið norð austur af Íslandi, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið.

Þýskri konu rænt í Kabúl

Þýskri konu var rænt af óþekktum byssumönnum á götum Kabúl, höfuðborgar Afganistans. Konan, sem er talin vera hjálparstarfsmaður, var brottnumin í suðvesturhluta borgarinnar þar sem mörg hjálparsamtök hafa aðsetur. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar varðandi málið að svo stöddu, en innanríkisráðuneyti landsins skýrði frá mannráninu fyrir skömmu.

Einn látinn og sex saknað í hótelbruna

Einn maður lét lífið og sex er saknað eftir að eldur eyðilagði hótel í Cornwall á Englandi í nótt. Hvass vindur magnaði eldinn sem gjöreyðilagði hótelið, sem er í ferðamannabænum Newquay á norðurströnd Cornwall. Áttatíu og sex hótelgestir komust út en enn er óljóst um afdrif sex manna.

Flugi Rússa mótmælt

Samtök hernaðarandstæðinga á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem flugi rússneskra herflugvéla í grennd við landið er mótmælt harðlega. samtökin segja flug á borð við þetta skapa hættu og tilgangurinn sé enginn. Þá eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa átt frumkvæði að heræfingunum hér á landi á dögunum.

12 þúsund manns á hlaupum um borgina

Um tólf þúsund manns hlaupa nú mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis og hafa þáttakendur aldrei verið fleiri. Fjölgun er á þáttakendum í öllum vegalengdum og segir Svava Oddný Ásgeirsdóttir, starfsmaður hlaupsins, að allt hafi gengið eins og best sé á kosið.

Kuml finnst í Arnarfirði

Kuml fannst í Arnarfirði seint í gær. Hópur kvikmyndagerðarmanna frá sjónvarpsstöðinni Discovery voru í Hringsdal við gerð leikinnar heimildarmyndar ásamt íslenskum fornleifafræðingum þegar þeir grófu sig óvænt niður á kuml við hlið þess sem fannst í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir