Innlent

Óttast um lífríki Arnarfjarðar

Ballest úr olíuflutningaskipum og gróður sem sest á botn þeirra gæti skaðað lífríki Arnarfjarðar að mati Jóns Þórðarsonar, útgerðarmanns á Bíldudal.

Hugmyndin um olíuhreinsunarstöð í dalnum Hvestu í Arnarfirði hefur verið viðruð að undanförnu. Kostir slíkrar stöðvar og gallar hafa verið viðraðir og sitt sýnist hverjum

Einn þeirra sem hefur áhyggjur er Jón Þórisson, útgerðarmaður. Hann segist óttast að balest sem olíuskipin þurfi að losa í firðinum muni skaða lífríki hans.

Þá segir Jón að á Íslandi sé allra veðra von og það geti skapað hættu í firðinum. Ef eitthvað kæmi upp á myndi allt lífríki fjarðarins eyðileggjast.

Nánar er hægt að lesa um skoðanir Jóns hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×