Innlent

Guttar kveiktu í bílhræjum

Eldur kom upp í bílhræjum á ruslahaugum við Selfoss um klukkan tíu á föstudagskvöld. Slökkvilið var sent á staðinn og var búið að slökkva í sex bifreiðum um klukkustund síðar. Mikinn reyk lagði frá haugunum, sem eru rétt við bæinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi sást til nokkurra gutta hlaupa í burtu þegar eldurinn kom upp, og fundust þeir í felum í nálægu hverfi. Rætt var við foreldra þeirra að barnaverndarfulltrúa viðstöddum, en drengirnir eru allir á aldrinum 14 til 17 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×