Innlent

Steiktur pitsukassi á eldavél

Slökkvilið var kallað út í íbúð í Skarphéðinsgötu um klukkan ellefu í gærmorgun vegna reyks sem steig úr húsinu. Reykskynjari í íbúðinni var einnig í gangi. Þegar slökkviliðsmenn fóru inn í íbúðina kom í ljós að kviknað hafði í pitsukassa sem settur hafði verið á sjóðandi heita eldavélarhellu.

Eldurinn var slökktur, en einhverjar skemmdir urðu á eldhúsinnréttingunni auk reykskemmda í íbúðinni, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Íbúðin var mannlaus þegar slökkvilið bar að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×