Innlent

Kuml finnst í Arnarfirði

Kuml fannst í Arnarfirði seint í gær. Hópur kvikmyndagerðarmanna frá sjónvarpsstöðinni Discovery voru í Hringsdal við gerð leikinnar heimildarmyndar ásamt íslenskum fornleifafræðingum þegar þeir grófu sig óvænt niður á kuml við hlið þess sem fannst í fyrra.

Líklegt er talið að beinagrindin sem fannst sé af skyldmenni Hrings, beinagrindarinnar sem fannst í fyrra, þar sem hún lá mjög nærri þar sem Hringur fannst.

Á vefnun bildudalur punktur is gera menn að því skóna að þar sem beinagrind Hrings heimsótti Hringsdal í gær, er verið var að nota beinagrindina í kvikmynd Discovery, hafi aðrir víkingar í dalnum viljað vera með enda ekki á hverjum degi sem Víkingar fá að koma fram í amerískri bíómynd þúsund árum eftir andlát sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×