Innlent

Fjölskylduhátíð í sól og blíðu

Danskir dagar fara nú fram í fjórtánda skipti í Stykkishólmi um helgina. Á milli sex til sjö þúsund gestir hafa lagt leið sína á fjölskylduhátíðina. Hverfahátíðir, grillveislur og skrúðganga voru í boði fyrir gesti svo fátt eitt sé nefnt. Í gærkvöldi náði hátíðin svo hámarki með bryggjuballi þar sem hljómsveitirnar Hið konunglega jazzband, Lifun og Stuðbandið stigu á svið. Á miðnætti var boðið upp á flugeldasýningu þar sem skotið var upp frá Súgandisey.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×