Innlent

Sátu föst í ánni í fimm klukkustundir

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út rétt fyrir kvöldmat í gær vegna bifreiðar sem föst var í Tungnaá við Jökulheima. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að fólkið, karl og kona hafa sennilega verið föst í bílnum frá því klukkan tvö um daginn, eða um fimm klukkustundir.

 

Ökumaðurinn náði að synda í land þaðan sem hann sá skálann í Jökulheimum, þangað sem hann stefndi fótgangandi. Konan varð eftir í bílnum í ánni.

Eftir um þriggja til fjögurra tíma göngu hitti maðurinn ferðamenn sem tilkynntu um atvikið og voru björgunarsveitir frá Vík og Hellu þegar kallaðar út,segir í tilkynningunni.

Þar sem staðsetning bílsins í ánni var ekki ljós var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðstoðar. Áhöfn þyrlunnar fann bílinn og náði konunni upp í þyrluna og fluttu í Jökulheima.

Eftir því sem best er vitað var hún við ágæta heilsu þrátt fyrir nokkurra klukkustunda dvöl í bílnum í ánni. Flugbjörgunarsveitin Hellu flutti fólkið síðan til byggða.

 

Bíllinn sem fólkið var á er af gerðinni Unimog og vegur um 6 tonn og er líkast til með brotið drif að aftan og mjög fastur í ánni.

Bíllinn sem fólkið var á er af gerðinni Unimog og vegur um 6 tonn og er líkast til með brotið drif að aftan og mjög fastur í ánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×