Innlent

Aron Pálmi laus úr prísund sinni

Aron Pálmi Ágústsson losnaði í dag úr viðjum bandaríska fangelsiskerfisins, rúmum tíu árum eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisafbrot, þá þrettán ára að aldri.

Klukkan sjö í morgun hætti GPS ökklabandið sem Aron Pálmi hefur þurft að hafa á sér að senda merki til lögreglu. Þar með er hefur fangelsiskerfið í Bandaríkjunum sagt skilið við hann, áratug eftir að hann var sakfelldur á fjórtánda aldursári. Hulda Hermannsdóttir móðir Arons Pálma aðstoðaði hann síðan við að klippa ökklabandið af sér.

Aron Pálmi kom svo heim til Houstson í Texas á sjötta tímanum í dag, heim í fyrsta sinn í tíu ár - því þó að hann hefði verið laus úr fangelsi síðustu árin þá mátti hann ekki fara til foreldra sinna.

Aron Pálmi mun svo koma til Íslands, þar sem hann hyggst setjast að, á sunnudaginn eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×