Innlent

30 þúsund á Miklatúni - fjölmenni í miðborginni

Mikið fjölmenni var í bænum í gærkvöld og nótt vegna menningarnætur og segir lögregla fjöldann svipaðan á síðustu ár. Mannfjöldinn dreifðist hins vegar á stærra svæði og voru til að mynda um 30 þúsund manns á tónleikunum á Miklatúni þegar mest var.

Þegar dagskrá hátíðarninnar lauk og flestir voru farnir til síns heima voru samankomin um 15 þúsund manns í miðbænum sem skemmtu sér fram á morgun.

Þrátt fyrir töluverða ölvun kom ekkert sérstakt upp á, góður andi var í fólki og engin spenna eins og oft verður í miðborginni um helgar. Hátt í 90 lögreglumenn voru að störfum í miðborginni þegar mest var og voru þeir mjög sýnilegir enda klæddir gulum vestum og tók fólk þeim almennt vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×