Innlent

Líkamsárás á Skólavörðustíg

Nokkrir menn réðust á einn mann á Skólavörðustíg rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sár á andliti og höndum. Árásarmennirnir voru handteknir stuttu síðar.

Að sögn lögreglu höfðu árásarmennirnir verið að sparka í bíla á Skólavörðustígnum. Þegar fórnarlambið gerði athugasemd við það og gerði sig líklegan til að hringja í lögreglu veittust árásarmennirnir að honum og eltu hann inn í verslun á svæðinu. Þar gengu þeir kröftuglega í skrokk á honum og ollu einnig miklum skemmdum í búðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×