Fleiri fréttir Menningarnótt gengið vel Nú stendur yfir menningarnótt í höfuðborginni í blíðskaparveðri. Þúsundir Reykvíkinga og nærsveitungar nutu þeirrar dagskrár sem boðið var upp á í dag og njóta enn. Fram til þessa hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig. 18.8.2007 18:54 Dreymdi eigandann nóttina eftir fornleifafund Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögunum. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. 18.8.2007 11:30 Telja að mastur auki líkur á krabbameini Íbúar við Háteigsveg eru ósáttir við fyrirhugað farsímamastur í götunni. Íbúasamtök í hverfinu hafa sent erindi til borgarinnar sem vísar til rannsókna sem segja fjórfalt meiri líkur á krabbameini búi fólk í nálægð við farsímamöstur. 18.8.2007 06:45 Hrókeringar á útitaflinu „Okkur þykir þetta mjög undarlegt enda veit ég ekki hvað fólk ætlar að gera við einn kóng,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri en hvíti kóngurinn úr útitafli sundlaugargarðsins hvarf á dögunum. 18.8.2007 06:15 Fullorðnir verða börn á Akureyri „Það hefur sjaldan verið jafn mikið fjör í leikhúsinu. Það hreinlega iðar af lífi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri, en leikfélag Akureyrar æfir nú stíft fyrir fyrstu frumsýningu haustsins. Þar er á ferðinni leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur sem skartar 17 stórleikurum á barnsaldri. 18.8.2007 06:00 400 þúsund tonn af útblæstri á ári hverju Útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum stangast á við markmið stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 18.8.2007 06:00 Volgur bjór í Austurstræti „Kælirinn var tekinn í burtu núna í vikunni að beiðni borgarstjórnar,“ segir Þorkell Freyr Sigurðsson, aðstoðarverslunarstjóri í Vínbúðinni í Austurstræti. 18.8.2007 05:45 Ók á kerrur og sofnaði síðan Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um miðnætti í fyrrinótt tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi. Hann var þá staddur á Langatanga í Mosfellsbæ. 18.8.2007 05:00 Hjálpin berst hægt til jarðskjálftasvæða Meira en 500 lík höfðu fundist á jarðskjálftasvæðunum í Perú í gær. Ættingjar leita látinna ástvina. Forseti Perú lofar því að enginn þurfi að líða skort. 18.8.2007 05:00 Bíður fyrirtöku í Hæstarétti Einn mannanna þriggja sem var handtekinn í verslun á Akureyri á miðvikudag var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna líkamsárásar í vor þar sem fingur var klipptur af fórnarlambinu. Maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem mun að líkindum taka málið fyrir í haust. 18.8.2007 05:00 Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju Fimmtán ára síbrotadrengur mun afplána fangelsisdóm á Kvíabryggju innan um fullorðna fanga. Það brýtur í bága við mannréttindasamninga SÞ en Íslendingar hafa sett fyrirvara við þá vegna þess að hér er ekkert unglingafangelsi. 18.8.2007 04:45 Dráp á hundi kært til lögreglu Eigendur chihuahua-tíkur sem drepin var, af bull-mastiff-tík, við Rauðavatn fyrr í vikunni ætla að kæra drápið á henni til lögreglu. 18.8.2007 04:30 Allar stöður eru mannaðar Kennaralið Ísaksskóla er fullmannað segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri hans. „Hér eru allar stöður mannaðar; bæði stöður kennara, skólaliða og annarra. 18.8.2007 04:15 Harðorð kvörtun læknis vegna ofsaskrifa lögmanns Læknir hefur sent úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands harðorða kvörtun vegna bréflegra ummæla lögmanns í sinn garð. Hann telur að sér vegið með dónalegum hætti. 18.8.2007 03:30 Límdu sig við byggingu Sex umhverfisverndarsinnar límdu hendur sínar fastar við dyr á byggingu sem hýsir samgöngudeild miðborgar London í Bretlandi í gær. Nokkrir hlekkjuðu sig við dyrnar og einhverjir klifruðu upp á þak að sögn lögreglu. Tíu voru handteknir. 18.8.2007 03:00 Pantaði fjölda flugferða á stolin kortanúmer Breskur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela kortanúmerum viðskiptavina sinna á bar í London til þess að bóka flugferðir til Íslands. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í viku áður en hann var dæmdur. 18.8.2007 02:30 Sárast að missa uppáhaldshænuna Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístundabændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtudagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm. 18.8.2007 01:15 Tveggja ára vinna skilaði árangri „Ég er að klára að mála núna en ég byrjaði að gera upp húsið í septemberlok 2005,“ segir Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Bergstaðastrætis 19. 18.8.2007 01:00 Meðlim Baader-Meinhof sleppt Þýskur dómstóll ákvað í gær að gefa fyrrverandi meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar, einnig þekkt sem Baader-Meinhof, skilorðslausn úr fangelsi. 18.8.2007 01:00 HIV próf fyrir giftingu Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband. Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. 17.8.2007 23:45 Landhelgisgæsluþyrlan Gná sótti sjúklinga á haf út Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld. Óskað var eftir aðstoð vegna sjómanns um borð í þýska togaranum Sebastes M. en hann var talinn hafa einkenni frá botnlanga. 17.8.2007 22:53 Áhyggjur af heilsu fólks á Ólympíuleikunum vegna mengunar Einhverjir gestir Ólympíuleikanna í Beijing 2008 geta átt það á hættu að verða fyrir alvarlegum heilsubresti sökum mikillar loftmengunar í borginni. Dr. Michal Krzyzanowski, yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, hefur varað fólk við. Hann segir að þeir sem þjáist af hjarta-og æðasjúkdómum ættu að fara sérstaklega varlega og eins getur loftmengunin valdið astmaköstum. 17.8.2007 22:11 Vörubíll valt í Þorlákshöfn Vörubíll valt við hringtorgið í Þorlákshöfn rétt eftir klukkan níu í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um tildrög slyssins. Lögregla er nú á staðnum en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 17.8.2007 21:32 Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. 17.8.2007 20:33 Miklar vonir bundnar við Lónsheiðargöng Íbúar Suðausturlands binda miklar vonir við gerð Lónsheiðarganga en göngin yrðu mikil samgöngubót fyrir landsfjórðunginn. Með tilkomu þeirra yrði þjóðvegurinn um Hvalnes -og Þvottárskriður úr sögunni en skriðurnar teljast með hættumeiri vegköflum landsins. 17.8.2007 20:01 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út í kvöld Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu sem datt af hestbaki við Árbúðir á Kalvegi um áttaleytið í kvöld. Að sögn Lögreglunnar á Selfossi er talið að konan hafi hlotið bakmeiðsl og var hún flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 17.8.2007 19:48 Ítalskur bæjarstjóri borgar fyrir megrun Ítalskur bæjarstjóri beitir nýstárlegum aðferðum gegn offitu. Hann heitir allt að 70 þúsund íslenskum krónum til hvers íbúa bæjarins sem er of þungur, en tekst að koma sér í kjörþyngd - og halda sér þar. 17.8.2007 19:36 Sterkur eftirskjálfti skók Perú Sterkur jarðskjálfti skók Perú í dag og jók enn á skelvingu íbúa á skjálftasvæðunum. Tala látinna eftir jarðskjálftann í fyrrakvöld er rúmlega fimm hundruð og á annað þúsund eru slasaðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir eftir skjálftann sem mældist átta á Richter. Björgunarmenn keppast við tímann til að ná til þeirra sem enn eru á lífi í rústunum. 17.8.2007 19:32 Eineggja fjórburar fæddust í Bandaríkjunum Eineggja fjórburar fæddust á sjúkrahúsi í Montana í Bandaríkjunum á sunndag. Einungis er vitað um 50 pör af eineggja fjórburum í heiminum, en líkurnar á að eignast slíka fjölbura eru einn á móti þrettán milljónum. 17.8.2007 19:28 Virðisaukaskattslækunin beint í vasa veitingamanna Veitingamenn virðast langaflestir hafa stungið virðisaukaskattslækuninni fyrsta mars í eigin vasa, samkvæmt könnun Neytendastofu í þessum mánuði. 17.8.2007 19:26 Þrír björgunarmenn létust við námu í Utah Þrír björgunarmenn létust og í það minnst sex slösuðust þegar þeir reyndu að komast að sex námuverkamönnum sem lokuðust inni í námu fyrir ellefu dögum. Björgunarliðið var að vinna í gegnum brak og grjótmulning til að komast að mönnunum í göngunum í Huntington í Utah í Bandaríkjunum. 17.8.2007 19:20 Fellibylurinn Dean skall á eyjar í Karabíska hafinu Fellibylur skall á eyjuna Sanktí Lúsíu og nágrannaeyjuna Martiník í Karabíska hafinu í dag með þeim afleiðingum að rafmagn fór af og tré féllu. Þetta er fyrsti fellibylur ársins sem fer um svæðið og hefur hann hlotið nafnið Dean. 17.8.2007 19:19 Sölsa undir sig eignir í miðborginni Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni. 17.8.2007 18:56 Rússneskar sprengjuflugvélar við Íslandsstrendur Rússneskar sprengjuflugvélar komu upp að austurströnd Íslands í dag í fyrsta skipti í fimmtán ár. Norskar og breskar orrustuþotur voru tafarlaust sendar gegn þeim. 17.8.2007 18:30 Discovery gerir þátt hér á landi Mikil leynd hvílir yfir hvað 25 manna hópur frá sjónvarpsstöðinni Discovery er að gera hér á landi. Hópurinn var í dag staddur í Hringsdal í Arnarfirði og augljóslega gekk mikið á. 17.8.2007 18:30 ÍTR leggur til að starfsmenn frístundaheimila fái greiddar álagsgreiðslur Á fundi Íþrótta og tómstundaráðs í dag var samþykkt samhljóða tillaga, til samráðshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði, um að kanna möguleika á því að bregðast við manneklu á frístundaheimilum í Reykjavík með sérstökum álagsgreiðslum til starfsmanna. 17.8.2007 18:06 Bóndi varð undir belju Fullorðinn maður varð undir belju í dag. Atvikið átti sér stað á Svertingsstöðum við Hrútafjarðarháls í Húnaþingi vestra. 17.8.2007 17:09 Tugir fatlaðra barna bíða eftir þjónustu Tugir barna bíða þess að komast í lengda viðveru í Öskjuhlíðaskóla. Ástæðan er sú hversu erfitt er að ráða starfsfólk. Ragnheiður Sigmarsdóttir, formaður foreldrafélags Öskjuhlíðaskóla, segir ástandið í fyrra hafi verið erfitt fyrir marga foreldra og vonar að það endurtaki sig ekki núna. 17.8.2007 16:41 Bíll og bátur á hvern Grímseying í stað ferjuklúðursins Reikna má út að hægt hafi verið að kaupa Sómabát og bíl fyrir hvern Grímseying fyrir þær 500 milljónir sem farsinn um hina nýju Grímseyjarferju, mun kosta ríkissjóð á endanum´. 17.8.2007 16:30 Hægt að eyða minningum með lyfjagjöf? Vísindamönnum hefur tekist að eyða langtímaminni rotta án þess að valda varanlegum skemmdum á heila þeirra. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er langtímaminnið ekki eins öruggt og áður var talið. 17.8.2007 16:25 Afstæðiskenningin sögð afsönnuð Tveir þýskir vísindamenn segja að þeir hafi afsannað afstæðiskenningu Alberts Einstein með því að fara í gegnum ljósmúrinn. Afstæðiskenningin gengur í örstuttu og einfölduðu máli út á það að ekkert geti farið hraðar en ljósið undir nokkrum kringumstæðum. Ef maður færi hraðar en ljósið myndi maður samkvæmt kenningunni skrúfa tímann afturábak. 17.8.2007 16:05 Óheilladagur á Suðurlandi Vörubíll valt við Eyrabakkaveg, skammt frá Litla-Hrauni, þegar verið var að sturta möl um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var ökumaður fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi með minniháttar meiðsl. 17.8.2007 16:04 Viðskiptaráðherra vill nýjar rafrænar verðkannanir í verslunum Viðskiptaráðherra vill koma á fót rafrænum verðkönnunum til að stuðla að gagnsæi markaðar og virkri samkeppni. Neytendastofu hefur verið falið að vinna að framkvæmdaáætlun og á þeirri vinnu að vera lokið næsta sumar. Könnuninni er ekki ætlað að taka við af verðkönnunum Alþýðusambands Íslands heldur um viðbót að ræða að sögn viðskiptaráðherra. 17.8.2007 15:20 Ferðasjúkur barþjónn fékk fjögurra mánaða fangelsi Konstantin Deniss Fokin, 26 ára gamall eistneskur barþjónn, sem búsettur er í Bretlandi, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir að hafa bókað níu miða til Íslands og þaðan áfram til Norðurlandanna á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum. Fokin var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann játaði brot sín bæði við yfirheyrslu og í dómi. 17.8.2007 15:00 Námsmenn fái styrki til að vinna á frístundaheimilum 17.8.2007 14:58 Sjá næstu 50 fréttir
Menningarnótt gengið vel Nú stendur yfir menningarnótt í höfuðborginni í blíðskaparveðri. Þúsundir Reykvíkinga og nærsveitungar nutu þeirrar dagskrár sem boðið var upp á í dag og njóta enn. Fram til þessa hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig. 18.8.2007 18:54
Dreymdi eigandann nóttina eftir fornleifafund Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögunum. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. 18.8.2007 11:30
Telja að mastur auki líkur á krabbameini Íbúar við Háteigsveg eru ósáttir við fyrirhugað farsímamastur í götunni. Íbúasamtök í hverfinu hafa sent erindi til borgarinnar sem vísar til rannsókna sem segja fjórfalt meiri líkur á krabbameini búi fólk í nálægð við farsímamöstur. 18.8.2007 06:45
Hrókeringar á útitaflinu „Okkur þykir þetta mjög undarlegt enda veit ég ekki hvað fólk ætlar að gera við einn kóng,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri en hvíti kóngurinn úr útitafli sundlaugargarðsins hvarf á dögunum. 18.8.2007 06:15
Fullorðnir verða börn á Akureyri „Það hefur sjaldan verið jafn mikið fjör í leikhúsinu. Það hreinlega iðar af lífi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri, en leikfélag Akureyrar æfir nú stíft fyrir fyrstu frumsýningu haustsins. Þar er á ferðinni leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur sem skartar 17 stórleikurum á barnsaldri. 18.8.2007 06:00
400 þúsund tonn af útblæstri á ári hverju Útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum stangast á við markmið stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 18.8.2007 06:00
Volgur bjór í Austurstræti „Kælirinn var tekinn í burtu núna í vikunni að beiðni borgarstjórnar,“ segir Þorkell Freyr Sigurðsson, aðstoðarverslunarstjóri í Vínbúðinni í Austurstræti. 18.8.2007 05:45
Ók á kerrur og sofnaði síðan Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um miðnætti í fyrrinótt tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi. Hann var þá staddur á Langatanga í Mosfellsbæ. 18.8.2007 05:00
Hjálpin berst hægt til jarðskjálftasvæða Meira en 500 lík höfðu fundist á jarðskjálftasvæðunum í Perú í gær. Ættingjar leita látinna ástvina. Forseti Perú lofar því að enginn þurfi að líða skort. 18.8.2007 05:00
Bíður fyrirtöku í Hæstarétti Einn mannanna þriggja sem var handtekinn í verslun á Akureyri á miðvikudag var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna líkamsárásar í vor þar sem fingur var klipptur af fórnarlambinu. Maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem mun að líkindum taka málið fyrir í haust. 18.8.2007 05:00
Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju Fimmtán ára síbrotadrengur mun afplána fangelsisdóm á Kvíabryggju innan um fullorðna fanga. Það brýtur í bága við mannréttindasamninga SÞ en Íslendingar hafa sett fyrirvara við þá vegna þess að hér er ekkert unglingafangelsi. 18.8.2007 04:45
Dráp á hundi kært til lögreglu Eigendur chihuahua-tíkur sem drepin var, af bull-mastiff-tík, við Rauðavatn fyrr í vikunni ætla að kæra drápið á henni til lögreglu. 18.8.2007 04:30
Allar stöður eru mannaðar Kennaralið Ísaksskóla er fullmannað segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri hans. „Hér eru allar stöður mannaðar; bæði stöður kennara, skólaliða og annarra. 18.8.2007 04:15
Harðorð kvörtun læknis vegna ofsaskrifa lögmanns Læknir hefur sent úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands harðorða kvörtun vegna bréflegra ummæla lögmanns í sinn garð. Hann telur að sér vegið með dónalegum hætti. 18.8.2007 03:30
Límdu sig við byggingu Sex umhverfisverndarsinnar límdu hendur sínar fastar við dyr á byggingu sem hýsir samgöngudeild miðborgar London í Bretlandi í gær. Nokkrir hlekkjuðu sig við dyrnar og einhverjir klifruðu upp á þak að sögn lögreglu. Tíu voru handteknir. 18.8.2007 03:00
Pantaði fjölda flugferða á stolin kortanúmer Breskur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela kortanúmerum viðskiptavina sinna á bar í London til þess að bóka flugferðir til Íslands. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í viku áður en hann var dæmdur. 18.8.2007 02:30
Sárast að missa uppáhaldshænuna Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístundabændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtudagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm. 18.8.2007 01:15
Tveggja ára vinna skilaði árangri „Ég er að klára að mála núna en ég byrjaði að gera upp húsið í septemberlok 2005,“ segir Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Bergstaðastrætis 19. 18.8.2007 01:00
Meðlim Baader-Meinhof sleppt Þýskur dómstóll ákvað í gær að gefa fyrrverandi meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar, einnig þekkt sem Baader-Meinhof, skilorðslausn úr fangelsi. 18.8.2007 01:00
HIV próf fyrir giftingu Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband. Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. 17.8.2007 23:45
Landhelgisgæsluþyrlan Gná sótti sjúklinga á haf út Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld. Óskað var eftir aðstoð vegna sjómanns um borð í þýska togaranum Sebastes M. en hann var talinn hafa einkenni frá botnlanga. 17.8.2007 22:53
Áhyggjur af heilsu fólks á Ólympíuleikunum vegna mengunar Einhverjir gestir Ólympíuleikanna í Beijing 2008 geta átt það á hættu að verða fyrir alvarlegum heilsubresti sökum mikillar loftmengunar í borginni. Dr. Michal Krzyzanowski, yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, hefur varað fólk við. Hann segir að þeir sem þjáist af hjarta-og æðasjúkdómum ættu að fara sérstaklega varlega og eins getur loftmengunin valdið astmaköstum. 17.8.2007 22:11
Vörubíll valt í Þorlákshöfn Vörubíll valt við hringtorgið í Þorlákshöfn rétt eftir klukkan níu í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um tildrög slyssins. Lögregla er nú á staðnum en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 17.8.2007 21:32
Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. 17.8.2007 20:33
Miklar vonir bundnar við Lónsheiðargöng Íbúar Suðausturlands binda miklar vonir við gerð Lónsheiðarganga en göngin yrðu mikil samgöngubót fyrir landsfjórðunginn. Með tilkomu þeirra yrði þjóðvegurinn um Hvalnes -og Þvottárskriður úr sögunni en skriðurnar teljast með hættumeiri vegköflum landsins. 17.8.2007 20:01
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út í kvöld Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu sem datt af hestbaki við Árbúðir á Kalvegi um áttaleytið í kvöld. Að sögn Lögreglunnar á Selfossi er talið að konan hafi hlotið bakmeiðsl og var hún flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 17.8.2007 19:48
Ítalskur bæjarstjóri borgar fyrir megrun Ítalskur bæjarstjóri beitir nýstárlegum aðferðum gegn offitu. Hann heitir allt að 70 þúsund íslenskum krónum til hvers íbúa bæjarins sem er of þungur, en tekst að koma sér í kjörþyngd - og halda sér þar. 17.8.2007 19:36
Sterkur eftirskjálfti skók Perú Sterkur jarðskjálfti skók Perú í dag og jók enn á skelvingu íbúa á skjálftasvæðunum. Tala látinna eftir jarðskjálftann í fyrrakvöld er rúmlega fimm hundruð og á annað þúsund eru slasaðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir eftir skjálftann sem mældist átta á Richter. Björgunarmenn keppast við tímann til að ná til þeirra sem enn eru á lífi í rústunum. 17.8.2007 19:32
Eineggja fjórburar fæddust í Bandaríkjunum Eineggja fjórburar fæddust á sjúkrahúsi í Montana í Bandaríkjunum á sunndag. Einungis er vitað um 50 pör af eineggja fjórburum í heiminum, en líkurnar á að eignast slíka fjölbura eru einn á móti þrettán milljónum. 17.8.2007 19:28
Virðisaukaskattslækunin beint í vasa veitingamanna Veitingamenn virðast langaflestir hafa stungið virðisaukaskattslækuninni fyrsta mars í eigin vasa, samkvæmt könnun Neytendastofu í þessum mánuði. 17.8.2007 19:26
Þrír björgunarmenn létust við námu í Utah Þrír björgunarmenn létust og í það minnst sex slösuðust þegar þeir reyndu að komast að sex námuverkamönnum sem lokuðust inni í námu fyrir ellefu dögum. Björgunarliðið var að vinna í gegnum brak og grjótmulning til að komast að mönnunum í göngunum í Huntington í Utah í Bandaríkjunum. 17.8.2007 19:20
Fellibylurinn Dean skall á eyjar í Karabíska hafinu Fellibylur skall á eyjuna Sanktí Lúsíu og nágrannaeyjuna Martiník í Karabíska hafinu í dag með þeim afleiðingum að rafmagn fór af og tré féllu. Þetta er fyrsti fellibylur ársins sem fer um svæðið og hefur hann hlotið nafnið Dean. 17.8.2007 19:19
Sölsa undir sig eignir í miðborginni Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni. 17.8.2007 18:56
Rússneskar sprengjuflugvélar við Íslandsstrendur Rússneskar sprengjuflugvélar komu upp að austurströnd Íslands í dag í fyrsta skipti í fimmtán ár. Norskar og breskar orrustuþotur voru tafarlaust sendar gegn þeim. 17.8.2007 18:30
Discovery gerir þátt hér á landi Mikil leynd hvílir yfir hvað 25 manna hópur frá sjónvarpsstöðinni Discovery er að gera hér á landi. Hópurinn var í dag staddur í Hringsdal í Arnarfirði og augljóslega gekk mikið á. 17.8.2007 18:30
ÍTR leggur til að starfsmenn frístundaheimila fái greiddar álagsgreiðslur Á fundi Íþrótta og tómstundaráðs í dag var samþykkt samhljóða tillaga, til samráðshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði, um að kanna möguleika á því að bregðast við manneklu á frístundaheimilum í Reykjavík með sérstökum álagsgreiðslum til starfsmanna. 17.8.2007 18:06
Bóndi varð undir belju Fullorðinn maður varð undir belju í dag. Atvikið átti sér stað á Svertingsstöðum við Hrútafjarðarháls í Húnaþingi vestra. 17.8.2007 17:09
Tugir fatlaðra barna bíða eftir þjónustu Tugir barna bíða þess að komast í lengda viðveru í Öskjuhlíðaskóla. Ástæðan er sú hversu erfitt er að ráða starfsfólk. Ragnheiður Sigmarsdóttir, formaður foreldrafélags Öskjuhlíðaskóla, segir ástandið í fyrra hafi verið erfitt fyrir marga foreldra og vonar að það endurtaki sig ekki núna. 17.8.2007 16:41
Bíll og bátur á hvern Grímseying í stað ferjuklúðursins Reikna má út að hægt hafi verið að kaupa Sómabát og bíl fyrir hvern Grímseying fyrir þær 500 milljónir sem farsinn um hina nýju Grímseyjarferju, mun kosta ríkissjóð á endanum´. 17.8.2007 16:30
Hægt að eyða minningum með lyfjagjöf? Vísindamönnum hefur tekist að eyða langtímaminni rotta án þess að valda varanlegum skemmdum á heila þeirra. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er langtímaminnið ekki eins öruggt og áður var talið. 17.8.2007 16:25
Afstæðiskenningin sögð afsönnuð Tveir þýskir vísindamenn segja að þeir hafi afsannað afstæðiskenningu Alberts Einstein með því að fara í gegnum ljósmúrinn. Afstæðiskenningin gengur í örstuttu og einfölduðu máli út á það að ekkert geti farið hraðar en ljósið undir nokkrum kringumstæðum. Ef maður færi hraðar en ljósið myndi maður samkvæmt kenningunni skrúfa tímann afturábak. 17.8.2007 16:05
Óheilladagur á Suðurlandi Vörubíll valt við Eyrabakkaveg, skammt frá Litla-Hrauni, þegar verið var að sturta möl um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var ökumaður fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi með minniháttar meiðsl. 17.8.2007 16:04
Viðskiptaráðherra vill nýjar rafrænar verðkannanir í verslunum Viðskiptaráðherra vill koma á fót rafrænum verðkönnunum til að stuðla að gagnsæi markaðar og virkri samkeppni. Neytendastofu hefur verið falið að vinna að framkvæmdaáætlun og á þeirri vinnu að vera lokið næsta sumar. Könnuninni er ekki ætlað að taka við af verðkönnunum Alþýðusambands Íslands heldur um viðbót að ræða að sögn viðskiptaráðherra. 17.8.2007 15:20
Ferðasjúkur barþjónn fékk fjögurra mánaða fangelsi Konstantin Deniss Fokin, 26 ára gamall eistneskur barþjónn, sem búsettur er í Bretlandi, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir að hafa bókað níu miða til Íslands og þaðan áfram til Norðurlandanna á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum. Fokin var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann játaði brot sín bæði við yfirheyrslu og í dómi. 17.8.2007 15:00