Innlent

Brjálað að gera á leigubílastöðvum

Gríðarlega mikið hefur verið að gera á leigubílastöðvunum í Reykjavík í heilan sólarhring að sögn starfsmanns á afgreiðsluborði Hreyfils-Bæjarleiða. Leigubílstjórar náðu með engum hætti að svara eftirspurn á menningarnótt og fram á morgun.

Línur voru rauðglóandi hjá Hreyfli-Bæjarleiðum fram yfir klukkan níu í morgun og sagði starfsmaður að eyrun hefðu hreinlega verið að detta af sér á tímabili.

Það hefur verið löng bið eftir leigubílum fram eftir morgninum en þetta er loksins að verða eðlilegt núna, sagði starfsmaður Hreyfils-Bæjarleiða í samtali við fréttastofuna núna rétt fyrir fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×