Innlent

Hestamaður slasaðist í Skagafirði

Hestamaður féll af baki við Ábæ í Skagafirði um kvöldmatarleytið í gær. Björgunarsveitirnar Skagfirðingasveit og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð voru kallaðar út til að aðstoða við flutning mannsins. Að sögn læknis á sjúkrahúsinu á Akureyri er maðurinn á leið í rannsókn á næstu mínútum.

Hann vildi ekki tjá sig nánar um líðan mannsins en sagði að ástand hans í gærkvöldi hefði verið metið þannig að ekki þótti nauðsynlegt að kalla út rannsóknarteymi.

Vegurinn til byggða er illa fær nema breyttum bílum gekk ferðin hægt fyrir björgunarsveitarmennina sem fóru með manninn til móts við sjúkrabíl sem flutti manninn á sjúkrahús á Akureyri. Læknir var í för með björgunarsveitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×