Samskip áfrýja dómi um bætur vegna missis framfæranda 18. ágúst 2007 14:19 Samskip hafa áfrýjað dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. maí síðastliðinn en þá var fyrirtækinu gert að greiða ekkju skipverja sem fórst með Dísarfellinu árið 1997 tæpar tvær milljónir króna í bætur vegna missis framfæranda. Ekkjan staðfestir í samtali við Vísi að fyrirtækið hafi áfrýjað dómnum en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Konan byggði mál sitt á því að aðalorsök slyssins hefði verið vanbúnaður skipsins ásamt því að skipstjórnendur hefðu tekið rangar ákvarðanir og ekki staðið sig sem skyldi. Samskip héldu því hins vegar fram að slysið hefði verið óhappatilviljun sem félagið bæri ekki ábyrgð á. Dómurinn komst að því, út frá niðurstöðum rannsóknarnefndar sjóslysa og matsmanna, að útbúnaður skipsins hefði ekki verið með þeim hætti að saknæmt væri þótt ýmsu hefði verið ábótavant. Hins vegar tók dómurinn undir með konunni að skipstjórinnn hefði sýnt af sér saknæmt gáleysi með því að senda ekki út neyðarkall fyrr en tæpum þremur tímum eftir að skipið tók að halla. Samkvæmt tímaskýrslum hefði verið unnt að bjarga skipshöfninni af skipinu áður en skipinu hvolfdi og áður en áhöfnin fór í sjóinn ef neyðarkall hefði verið sent út fyrr. Segir í dómnum að eiginmaður konunnar hafi fengið hjartaáfall við það að fara í sjóinn og telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á því að rétt viðbrögð skipstjóra á fyrri stigum hefðu leitt til þess að áhöfninni hefði verið bjargað áður en hún lenti í sjónum. Því verði að telja að andlát eiginmanns stefnanda sé bein afleiðing af þessari saknæmu háttsemi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkjunni skyldu greiddar 1.8 milljónir króna í bætur ásamt vöxtum, auk þess sem fyrirtækinu var gert að greiða rúmar 5.6 milljónir króna í málskostnað sem renna átti í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaðinn, þar af þóknun lögmanns stefnanda, 1.9 milljónir króna átti síðan að greiða úr ríkissjóði. Samskip hafði frest til 15. ágúst síðastliðinn til þess að áfrýja málinu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Samskip hafa áfrýjað dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. maí síðastliðinn en þá var fyrirtækinu gert að greiða ekkju skipverja sem fórst með Dísarfellinu árið 1997 tæpar tvær milljónir króna í bætur vegna missis framfæranda. Ekkjan staðfestir í samtali við Vísi að fyrirtækið hafi áfrýjað dómnum en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Konan byggði mál sitt á því að aðalorsök slyssins hefði verið vanbúnaður skipsins ásamt því að skipstjórnendur hefðu tekið rangar ákvarðanir og ekki staðið sig sem skyldi. Samskip héldu því hins vegar fram að slysið hefði verið óhappatilviljun sem félagið bæri ekki ábyrgð á. Dómurinn komst að því, út frá niðurstöðum rannsóknarnefndar sjóslysa og matsmanna, að útbúnaður skipsins hefði ekki verið með þeim hætti að saknæmt væri þótt ýmsu hefði verið ábótavant. Hins vegar tók dómurinn undir með konunni að skipstjórinnn hefði sýnt af sér saknæmt gáleysi með því að senda ekki út neyðarkall fyrr en tæpum þremur tímum eftir að skipið tók að halla. Samkvæmt tímaskýrslum hefði verið unnt að bjarga skipshöfninni af skipinu áður en skipinu hvolfdi og áður en áhöfnin fór í sjóinn ef neyðarkall hefði verið sent út fyrr. Segir í dómnum að eiginmaður konunnar hafi fengið hjartaáfall við það að fara í sjóinn og telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á því að rétt viðbrögð skipstjóra á fyrri stigum hefðu leitt til þess að áhöfninni hefði verið bjargað áður en hún lenti í sjónum. Því verði að telja að andlát eiginmanns stefnanda sé bein afleiðing af þessari saknæmu háttsemi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkjunni skyldu greiddar 1.8 milljónir króna í bætur ásamt vöxtum, auk þess sem fyrirtækinu var gert að greiða rúmar 5.6 milljónir króna í málskostnað sem renna átti í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaðinn, þar af þóknun lögmanns stefnanda, 1.9 milljónir króna átti síðan að greiða úr ríkissjóði. Samskip hafði frest til 15. ágúst síðastliðinn til þess að áfrýja málinu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira