Innlent

Lýst eftir þýskum ferðamönnum

Thomas Grundt
Thomas Grundt
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur þýskum ferðamönnum, þeim Matthias Hinz og Thomas Grundt. Þeir hugðust ferðast um Ísland og meðal annars fara í ísklifur og fjallgöngur í nágrenni Skaftafells og Vatnajökuls. Ekkert hefur spurst til þeirra í þrjár vikur.

Síðast er vitað um ferðir þeirra þann 29. júlí en þá gistu þeir á tjaldsvæðinu í Laugardal í Reykjavík.

Matthias er 29 ára, 174 cm á hæð, fremur grannvaxinn, með skollitað hár og grá augu. Thomas er 24 ár 185 cm á hæð, grannvaxinn með ljóst hár og notar gleraugu.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri, segir í samtali við Vísi að beiðni hafi komið frá þýskum lögregluyfirvöldum í gegnum þýska sendiráðið hér á landi. Ásgeir hvetur alla þá sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir mannana að hafa samband til þess að hægt verði að takmarka leitarsvæðið verði farið út í skipulega leit að mönnunum.

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um ferðir þeirra frá 29. júlí að hafa samband í síma 444-1000.
Mathias Hinz
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um ferðir þeirra frá 29. júlí að hafa samband í síma 444-1000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×