Innlent

Nokkrar ábendingar borist vegna Þjóðverja

Mathias Hinz
Mathias Hinz

Lögregla hefur fengið nokkrar hringingar í kjölfar þess að lýst var eftir tveimur þýskum ferðamönnum í gær. Verið er að kanna þær vísbendingar en enn er allt á huldu um afdrif mannana.

Varðstjóri hjá lögreglunni sagði í samtali við Vísi að málið væri snúið þar sem ekki sé ljóst hvar á landinu mennirnir ætluðu sér að dveljast. Síðast spurðist til þeirra Thomas Grundt og Mathias Hinz á tjaldsvæðinu í Laugardal þann 29. júlí síðastliðinn. Því er mjög erfitt eins og staðan er í dag, að skipuleggja markvissa leit að mönnunum, segir lögreglan því í raun sé allt landið undir.

Thomas Grundt

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um ferðir þeirra frá 29. júlí að hafa samband í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×