Fleiri fréttir

Grunnskólar og nemar verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu

Grandaskóli, Víkurskóli, Öskjuhlíðarskóli, Húsaskóli, Laugarnesskóli og Foldaskóli hlutu í dag hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar sem veitt voru í fimmta sinn í dag. Þar að auki fengu þrjátíu nemendur nemendaverðlaun ráðsins.

Segir virkjanir borga sig upp á 15-16 árum

Orkuveita Reykjavíkur segir að virkjanir hennar borgi sig upp á 15 til 16 árum og mótmælir þannig þeirri frétt Fréttablaðsins í dag að virkjanirnar borgi sig ekki upp á 25 árum með raforkusölu til álversins í Helguvík miðað við tíu prósenta arðsemiskröfu borgarinnar.

Rússar ítreka andstöðu sína við eldflaugavarnarkerfi

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði í dag varnaðarorð rússneskra stjórnvalda vegna fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að fresta allri uppbyggingu kerfisins til frekari rannsókna, ellegar gæti það flækt alvarlega deiluna við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra.

Áttuðu sig ekki á smæð Danmerkur

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu féll á landafræðiprófinu þegar hún ákvað að refsa danska knattspyrnusambandinu fyrir ólætin í leik Dana og Svía á Parken í Kaupmannahaöfn um síðustu helgi.

Sex fangar drepnir í árás á búðir Bandaríkjamanna í Írak

Sex fangar eru látnir og að minnsta kosti 50 særðir eftir að árás var gerð á fangabúðir Bandaríkjanna í suðurhluta Íraks í dag. Eftir því sem talsmaður Bandaríkarhers greinir frá skutu uppreisnarmenn sprengjum inn í Bucca-búðirnar en þar og í öðrum fangabúðum Bandaríkjamanna nærri Bagdad er 16 þúsund föngum haldið.

Óveður herjar á íbúa í austurhluta Ástralíu

Fimm eru látnir og tólf skip hafa strandað í miklu óveðri sem gengið hefur yfir austurhluta Ástralíu. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem að minnsta kosti þriggja er saknað eftir óveðrið.

Erfiðlega gekk að gefa skipi Eimskips nafn

Ekki tókst að mölva kampavínsflöskuna í fyrstu atrennu við skírn á nýju frystiskipi Eimskips í Sundahöfn í gær. Forstjóri Eimskips segir að fall sé fararheill.

Hægt að hlusta á Vatnajökul

Nú er hægt að fylgjast með hlýnunar jarðar í gegnum símann. Katie Paterson, skoskur listamaður, hefur komið hljóðnema fyrir í vatni við rætur Vatnajökuls. Hún segir loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á Vatnajökul en verkefnið vera mest um það hvernig mikilfengleiki jökulsins er að hverfa.

Vilja aflétta trúnaði af raforkuverði

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vill gjarnan aflétta trúnaði af raforkuverði til að koma í veg fyrir ranghugmyndir en fullyrðir að orkusölusamningar vegna Helguvíkurálvers séu þeir hagstæðustu sem fyrirtækið hafi gert.

Bush í Róm

Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu.

Gætu átt rétt á allt að einni milljón króna

Íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst frá framleiðandanum Dow Corporation fyrir árið 1992 eiga rétt á að lámarki um 78 þúsund krónur í bætur. 65 konur hafa lagt fram kröfu um skaðabætur frá fyrirtækinu.

Segjast hafa fellt 30 Tígra

Talsmenn stjórnarhersins á Srí Lanka segjast hafa fellt að minnsta kosti þrjátíu menn úr liði Tamíltígra í áhlaupi á búðir uppreisnarmannanna á austurhluta eyjarinnar.

Grunaður um að hafa skotið í átt að konunni sinni

Eiginkona mannsins, sem handtekinn var í húsi í Hnífsdal í nótt eftir umsátur, hlaut áverka á andliti. Hann er grunaður um að hafa skotið að henni. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var mjög ölvaður.

Ný ríkisstjórn mun eiga gott samstarf við Alcoa

Geir Haarde forsætisráðherra lofar Alcoa að núverandi ríkisstjórn muni eiga jafngott samstarf við fyrirtækið og sú fyrri. Þetta kom fram í erindi forsætisráðherra á opnunarhátíð nýs álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði sem er opnað með formlegum hætti í dag.

Geimskot gekk snuðrulaust fyrir sig

Geimskultunni Atlantis var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í gær. Þetta er fyrsta geimskot Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, á þessu ári.

Dauðarefsing afnumin í Rúanda

Þjóðþing Rúanda samþykkti í gærkvöld að afnema dauðarefsingu í landinu og taka í staðinn upp lífstíðarfangelsi. Með því er búist við að skriður komist á mál á hendur mönnum sem sakaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994 þar sem um 800 þúsund manns voru drepnir á um 100 dögum.

Opnunarhátíð álvers Alcoa í Reyðarfirði

Nýtt álver Fjarðaáls í Reyðarfirði verður opnað með formlegum hætti á mikilli hátíð í dag. Opnunarhátíðin hófst nú klukkan tíu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði

Bush til fundar við páfa

George Bush Bandaríkjaforseti kom í Vatíkanið í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Þetta er fyrsti fundur þeirra. Búist er við að páfi ræði við forsetann um stríðið í Írak og vanda kristinna þar í landi.

Húðflúraður í beinni

Í morgun hófst alþjóðleg Húðflúrhátíð á skemmtistaðnum Grand Rokk. Oddur Ástráðsson úr Íslandi í dag lét húðflúra sig í beinni útsendingu. Honum vafðist ekki tunga um tönn þegar hann tók viðtal á meðan dýrindis málverk var flúrað á handlegg hans.

Orkuveitan segir samning við Norðurál mjög hagstæðan

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sendi í dag frá sér tilkynningu vegna umræðu um raforkuverð til Norðuráls Helguvíkur sf. Í tilkynningunni er fullyrt að mesta framlegðin í starfsemi fyrirtækisins komi frá orkusölu til stóriðju. Einnig er sagt að samningurinn á milli OR og Norðuráls Helguvíkur sf. gefi hærra orkuverð en vanalega og sé mjög hagstæður fyrirtækinu.

Paris í fangelsi á ný

Dómarinn í máli Parisar Hilton hefur fyrirskipað að hún verði send rakleiðis í fangelsi á ný og skuli dúsa þar allan þann tíma sem hún var dæmd til. Paris brotnaði niður þegar að dómarinn kvað upp úrskurð sinn og grét hástöfum. Hún var síðan leidd í handjárnum út í lögreglubíl og þaðan var hún keyrð í fangelsið á ný.

Aukning á sölu nikótínvara í apótekum

Greinileg aukning hefur orðið á sölu á nikótíntyggjói hjá apótekum eftir að reykingarbannið tók gildi á veitingastöðum síðustu helgi. Páll Guðmundsson lyfjafræðingur hjá Lyf og heilsu segir talsverða aukningu hafa orðið í sölu á nikótíntyggjóum og munnstykkjum.

Kostnaður LSH vegna starfsmannaleiga tvöfaldaðist

Sú upphæð sem Landsspítali Háskólasjúkrahús greiddi starfsmannaleigum vegna hjúkrunarfræðinga tvöfaldaðist á milli áranna 2005 og 2006. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur starfsmannaleigurnar komnar til að vera, en forráðamenn Landsspítalans stefna í þveröfuga átt.

Sorg og sársauki eftir mikið brunaslys

Sautján ára gamall Hafnfirðingur sem fékk þriðja stigs bruna á 60 prósent líkamans eftir sjóðandi sturtu, segist vonast til að tilfelli eins og hans verði til að bjarga öðrum frá því sama. Ár er liðið frá slysinu og hann segir sorgina og sársaukann hafa verið óbærilegan.

Mestu fólksflutningar á Íslandi frá Vestmannaeyjagosi

Framundan eru einir mestu fólksflutningar á Íslandi frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þegar fólk tekur að streyma úr Reyðarfirði og frá Kárahnjúkum. Álverið eystra verður tekið formlega í notkun á morgun.

Lögreglurannsóknar krafist á Goldfinger

Bæjarráð Kópavogs skorar á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort brotin hafi verið lög um ferðafrelsi og atvinnuréttindi í tengslum við rekstur næturklúbbsins Goldfinger. Einnig er skorað á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hvort lögreglusamþykkt hafi verið brotin.

Færeyingar hvattir til að hætta þorskveiðum

Alþjóða hafrannsóknarráðið (ICES) leggur til að hætt verði veiðum á þorski á færeyska landgrunninu og að færeyska fiskidagakerfið verði endurskoðað á komandi ári. Ráðið telur hrygningarstofn þorsksins svo lítinn að ekki sé vitað hvað verður ef veiðar halda áfram.

Cheney hjá lækni

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fór í reglulega hjartaskoðun í morgun, samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar. Cheney er 66 ára gamall. Hann hefur fjórum sinnum fengið hjartaáfall og fékk gangráð ígræddan fyrir sex árum.

Danstilskipun til að draga úr offitu

Kínverska menntamálaráðuneytið hefur upplýst að það hyggist láta skólabörn landsins læra að dansa, til þess að draga úr offitu. Gagnfræðaskólakrökkum verður til dæmis skipað að læra vals. Kínverjar hafa alltaf stært sig af því að vera grennri en vesturlandabúar. Það hefur hinsvegar breyst með aukinni velmegun og vestrænum skyndbitastöðum.

76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna

Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né.

Paris Hilton komin í Metropolitan dómshúsið

Paris Hilton er nú komin á fund Michael Sauer dómara í Metropolitan dómshúsinu. Þangað var hún flutt handjárnuð í lögreglufylgd. Hundruðir paparassa biðu stjörnunnar þegar hún renndi í hlaðið.

Olmert tilbúinn til þess að skila Golan hæðum

Hægri menn í Ísrael eru sjóðandi reiðir yfir fréttum um að Ehud Olmert forsætisráðherra hafi sagt Sýrlendingum að hann sé reiðubúinn að skila þeim Golan hæðum. Ísraelar hertóku hæðirnar í sex daga stríðinu árið 1967. Olmert setur þau skilyrði að Sýrlendingar slíti öll tengsl við Íran og Hisbolla og hætt stuðningi við hryðjuverkamenn. Og geri friðarsamning við Ísrael.

Varar við ótímabærum þungunum

Fjölmiðlaumfjöllun um hættu á blótappa samfara töku Yasmin getnaðarvarnartaflna getur aukið hættuna á ótímabærri þungun. Þetta kemur fram í frétt frá landlæknisembættinu. Aðstoðarlandlæknir varar við því að konur hætti að taka pilluna án þess að leita ráða hjá læknum fyrst.

Ísland og Kína gera samkomulag á sviði neytendaverndar

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar.

Bakkavör sýknað af kröfu Bakkavarar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði dag Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf. af kröfum Bakkavör Group um að því væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í nafni fyrirtækisins. Töldu eigendur Bakkavör Group sig hafa einkarétt á nafninu.

Próflaus á skellinöðru

Drengur undir fermingaraldri var stöðvaður á litlu mótorhjóli í vesturhluta borgarinnar fyrr í vikunni. Hann ók bæði um íbúðargötu og nærliggjandi tún. Drengurinn sagði lögreglunni að afi sinn hefði gefið honum leyfi fyrir þessum akstri.

Sjá næstu 50 fréttir